Fréttir

Birgitta: „…ófyrirséð og stöðugt áreiti…“

By Miðjan

December 16, 2015

Samfélag „Jón Gunnarsson hér með bið ég þig innilegrar afsökunar á mínum hlut og ef orð mín hafa sært eða meitt þig,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir á Facebook og segist ekki ætla að ræða málið í þingsal, einsog Jón hefur gert. „…enda aðrir og mikilvægari hlutir sem þar þarf að ræða um.“

„Í ljósi umræðum um mig og Jón Gunnarsson þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég bað ítrekað um að fá að skipta um sæti á síðasta þingvetri og það vita allir hjá yfirstjórn þingsins vegna þess hvernig Jón hagaði sér gagnvart mér, stöðugt að skjóta í mann ónotum án nokkurs tilefnis. Það hefur nákvæmlega ekki neitt með pólitík að gera. Ég er með þykkan skráp og allt það, en ófyrirséð og stöðugt áreiti er þungbært þegar maður er fastur við hliðina á einhverjum í margra klukkutíma atkvæðagreiðslum. En mér er enginn vorkun, það hafa það margir miklu meira skítt en ég og þetta mál snýst ekki um mig heldur þær dylgjur sem þingmaðurinn viðhafði gagnvart Björk sem hann hefur ekki sýnt neina tilburði til að biðjast afsökunar á. Ég er alveg tilbúin að biðja Jón Gunnarsson afsökunar ef ég hef móðgað hann eða sært. Hann væri maður með meiri ef hann bæði Björk Guðmundsdóttur opinberlega afsökunar,“ skrifar Birgitta.