- Advertisement -

Birgitta: Hvorki þjóðlegt né göfugt

Viðhorf „Með þessari hörmulegu herkænsku, þar sem spilað er inn á ótta fólks við hið óþekkta hefur Framsóknarflokknum tekist það sem ég hefði vonað að myndi aldrei festa rætur hér: að gefa andúð á einni tegund fólks pólitískt vægi og gefa því lögmæti,“ segir Birgitta Jónsdóttir alþingismaður á Facebooksíðu sinni.

Birgitta segir einnig: „Mér finnst hörmulegt að fólk eins og Eygló Harðardóttir ráðherra ætli að sitja á hliðarlínunni rétt eins og forsætisráðherra. Mikil má skömm þeirra vera, beinar afleiðingar þessa aðgerðaleysis og tilrauna til að beina ábyrgðinni á þá sem gagnrýna þessa atlögu að minnihlutahóp, hafa nú þegar leitt af sér morðhótanir gagnvart múslimum hérlendis. Ég hef nákvæmlega enga þolinmæði með slíkum vinnubrögðum. Það er ekki neitt þjóðlegt né göfugt við þessa aðferðafræði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: