Fréttir

Birgitta afneitar Helga Hjörvar

By Miðjan

February 19, 2016

STJÓRNMÁL „Píratar eru ekki vinstri flokkur, við erum flokkur sem einsetur sér praktískar kerfisbreytingar sem gagnast fólki sem aðhyllist allt pólitíska litrófið, þá er vert að halda til haga að það hafa ekki átt sér stað neinar óformlegar viðræður við okkur mér að vitandi eins og haft er eftir Helga Hjörvar í viðtalinu við hann í Fréttablaðinu,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir á Faccebook.

Tilefnið er eflaust viðtal Fréttablaðsins við Helga Hjörvar, þar sem hann segir meðal annars:

„Það hafa verið samræður milli fólks og hefur verið teflt fram góðri hugmynd frá Birgittu Jónsdóttur um samstarf um afmörkuð verkefni á stuttu kjörtímabili. Ég held að það sé góð hugmynd. Við eigum að einhenda okkur í samræður við Bjarta framtíð, Vinstri græna og Pírata um með hvaða hætti þetta verði best gert og auðvitað líka við fólk sem stendur utan við flokka en hefur pólitískar hugsjónir.“