Fréttir

Birgir Þórarinsson vill ekki Ernu á þing

By Miðjan

January 25, 2022

Erna Bjarnadóttir Miðflokki, sem er varaþingmaður fyrir Birgi Þórarinsson, nú Sjálfstæðisflokki, skrifaði:

Jæja kæru vinir, þá hefur það komið á daginn sem ég svo sem spáði. Ég hef fátt sagt um vistaskipti Birgis Þórarinssonar en hér verður þó vikið frá þeirri stefnu. Þessa vikuna stendur yfir fundur Evrópuráðsþingsins. Mér er kunnugt að formaður íslensku nefndarinnar, frændi minn Bjarni Jónsson fór utan en hin tvö Þórhildur Sunna og Birgir Þórarinsson taka þátt með fjarfundabúnaði. Sl. föstudag var samkomulag í þinginu um að þingmenn sem tækju þátt í fundum í alþjóðasamstarfi þó með fjarfundabúnaði sé héðan frá „Klakanum“, geti kallað inn varamenn á meðan samkvæmt reglum þingsins sem þau hefðu farið erlendis. Og hvað svo? Jú frændi kallar vitanlega Lilju Rafneyju inn og Þórhildur Sunna hleypir Evu Sjöfn Helgadóttur í sitt sæti enda er það vitanlega fullt starf að taka þátt í þinginu meðan það stendur. En Birgir? Nei ég hef ekki heyrt frá honum hósta né stunu. Ferðaðist ég ekki með honum hátt í 2 mánuði og hljóp úr mér lifur og lungu til að maðurinn kæmist á þing (ásamt fleirum auðvitað). Nei núna hætti ég,,,,,,, það sjá allir það sem ég vildi annars segja……..

p.s. já púkinn slapp út.