- Advertisement -

Birgir þingmaður hunsar varamanninn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og liðhlaupi úr Miðflokki, er í Úkraínu og þar í næsta nágrenni. Hann gegnir því ekki þingmennsku þessa dagana. Erna Bjarnadóttir, varamaður Birgis og fylgdi honum ekki yfir í Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið kölluð til þingmennsku í fjarveru Birgis.

Erna, óskaði Birgir ekki eftir að þú sætir á þingi í fjarveru hans?

„Nei, það hefur hann ekki gert,“ svaraði Erna Bjarnadóttir.

Hefur þessi staða komið upp áður?

„Ég held að þetta mál sé einstakt á margan hátt en þó held ég að það sé ekki einstakt að þingmenn sem skipta um þingflokk á kjörtímabili kalli ekki inn varamenn. Einstakt hins vegar hve skjótt þetta bar að,“ sagði Erna Bjarnadóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: