- Advertisement -

Birgir þingforseti á kafi í skítverkum

Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.

Þorsteinn Pálsson.

Birgir Ármannsson er dyggur þjónn Bjarna Benediktssonar. Áður kæfði hann allar tilraunir þingsins til að breyta stjórnarskránni. Hann var fyrir vikið settur í hið merka embætti að vera forseti Alþingis. Enn reynir á Birgi. Nú situr hann sem fastast á úttekt Sigurðar Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um hið leyndardómsfulla Lindarhvol, sem sumir kalla nú Leyndarhvol. Það er önnur saga. Þar var höndlað með milljarða í eigu þjóðarinnar.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði um bréfið, Alþingi og þingforsetann í Fréttablaðið. Gluggum í grein Þorsteins:

Árið 2023 er eðlilegt að spurt sé: Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn Pálsson:

Erindi sem send eru Alþingi eru send öllum alþingismönnum. Þau eru þannig birt þjóðinni. Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það.

Samkvæmt þingskapalögum hefur forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast. Hann skal einnig greina frá þeim á þingfundi.

Ákvæði þetta er sett í þingsköp til að koma í veg fyrir vandræðagang. Allir sjá hversu skoplegt það væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.

Erindi sem send eru Alþingi eru send öllum alþingismönnum. Þau eru þannig birt þjóðinni. Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það.

Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað.

Setji þingforseti erindi í leyndarskjalasafn án heimildar sendanda fer hann út fyrir valdheimildir sínar.

Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál er ekkert við því að gera þótt það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt.

Í lögum um ríkisendurskoðanda eru ákvæði, sem leggja á hans herðar að meta hvort tilteknar upplýsingar skulu bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna. Þá ábyrgð ber hann og enginn annar. Settur ríkisendurskoðandi hefur sömu sjálfstæðu stöðu.

Þorsteinn Pálsson:

Forseti Alþingis getur ekki afstýrt því eftir á frekar en pósturinn. Samkvæmt stjórnskipunarlögum um þrískiptingu valdsins er það hlutverk réttvísinnar, lögreglu og saksóknara, að meta hvernig með skuli fara þegar verknaður er fullframinn.

Í þessu máli vill svo til að ríkisendurskoðandi, sem tók við embætti af þeim sem vék sæti við athugun á Lindarhvoli, lauk málinu með skýrslu. Hann virðist jafnframt hafa látið þá skoðun í ljós að ekki eigi að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi sína skýrslu. Hann hefur hins vegar enga lagaheimild til að leggja dóm á greinargerð setts sjálfstæðs ríkisendurskoðanda og því síður að ákveða að þar sé eitthvað, sem leynt eigi að fara. Það getur settur ríkisendurskoðandi einn.

Geymi greinargerð setts ríkisendurskoðanda upplýsingar, sem leynt eiga að fara lögum samkvæmt, var það brot fullframið um leið og hann setti bréfið í póst. Forseti Alþingis getur ekki afstýrt því eftir á frekar en pósturinn. Samkvæmt stjórnskipunarlögum um þrískiptingu valdsins er það hlutverk réttvísinnar, lögreglu og saksóknara, að meta hvernig með skuli fara þegar verknaður er fullframinn.

Í frétt Vísis spyr settur ríkisendurskoðandi hvernig hann geti náð rétti sínum. Tvennt sýnist vera til ráða:

Sérhver þingmaður á sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra.

Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.

Settur ríkisendurskoðandi hefur bréf upp á það sem honum ber að gera að lögum og upplýsa Alþingi. Í sögunni á Þingvöllum vék vísan gamals manns í alvald skaparans fyrir bréfi, þótt sjálf Íslandsklukkan ætti í hlut.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: