Enginn er betri en Birgir Ármannsson í því hlutverki að hægja sem mest hann getur til að hægja á endurskoðun stjórnarskrárinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á mikið þar sem Birgir er. Kurteis og klár sér hann til þess að breytingar á stjórnarskránni er nær óhugsandi.
„Mikilvægt er að einstakar tillögur af því tagi fái góða umfjöllun bæði meðal almennings og fræðimanna áður en lengra er haldið.“ Þetta skrifaði hann í Moggann í gær. Þetta er sem rauður þráður í málflutningi Birgis. Góð umfjöllun, sem samt þarf að ræða betur. Og þar með „góða umfjöllunin“ komin í biðsalinn. Og verður þar.
Í grein Birgis kemur að virðist að hann vill þó afnema heimild forseta til að hafna lögum frá Alþingi staðfestingar.
„Ástæða er til umræðu um hina sérstöku reglu í 26. gr. um synjunarvald forseta gagnvart lögum frá Alþingi. Þar er ekki gert ráð fyrir efnislegri breytingu í frumvarpsdrögunum en engu að síður er tilefni til umfjöllunar um þetta fyrirkomulag.“
Birgir skrifar:
„Þá er jafnframt mikilvægt samhliða þessu að frekari umræður fari fram almennt um eðli og inntak forsetaembættisins, hvort forseti eigi að vera afskiptasamari en verið hefur um ákvarðanir sem að jafnaði hafa verið á verksviði ríkisstjórnar og Alþingis og þannig virkari þátttakandi í stjórnmálabaráttu líðandi stundar.“
En hvernig forseta vill Birgir: „Sá sem þetta ritar hefur verið þeirrar skoðunar að forseti eigi fyrst og fremst að gegna formlegum skyldum sem þjóðhöfðingi og koma fram sem ákveðið sameiningartákn. Forseti geti því til viðbótar haft mikil áhrif með orðum sínum og gerðum en bein völd og ákvarðanataka á sviði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds eigi að vera í höndum ríkisstjórnar og Alþingis. Menn geta vissulega verið annarrar skoðunar og talið að forseti eigi að gegna veigameira hlutverki varðandi stjórnmálalegar ákvarðanir. Ef vilji er til að ganga lengra í þeim efnum er hins vegar eðlilegt og nauðsynlegt að slík stefna verði mörkuð með meðvituðum hætti í kjölfar ítarlegra umræðna. Aðalatriðið er að niðurstaða vinnunnar verði skýr stjórnarskrárákvæði um völd og verksvið forseta.“