- Advertisement -

Birgir brýnir stjórnarandstöðuna

Ætla má að Birgi Ármannssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks, þyki nóg um dauflyndi stjórnarandstöðunnar. Hann skrifar grein í Mogga dagsins. „Ein­stak­ar ný­leg­ar ráðstaf­an­ir kunna þó að orka tví­mæl­is – þær eru ekki hafn­ar yfir gagn­rýni – og nauðsyn­legt er að stöðugt eigi sér stað end­ur­mat á stöðu mála,“ segir meðal annars í grein Birgis, um aðerðir vegna Covid.

Hann sjálfur er ekki svo óviss: „Al­mennt talað tel ég að ís­lensk stjórn­völd hafi farið vel með vald­heim­ild­ir sín­ar frá því far­sótt­in gerði vart við sig. Í stór­um drátt­um hafa þau reynt að feta meðal­veg milli var­færni og frjáls­ræðis og hef­ur að mínu mati tek­ist bet­ur upp í þeim efn­um en flest­um ná­granna­ríkj­um okk­ar.“

Í grein Birgis er þessar leiðbeiningar til stjórnarandstöðunnar:

„Það er með öðrum orðum ekki nóg að laga­heim­ild sé til staðar til að grípa til sóttvarnaráðstafana og að sýnt sé fram á hættu vegna far­sótt­ar, það verður líka að vera hægt að sýna fram á að ráðstaf­an­irn­ar séu í hverju til­viki raun­veru­lega til þess falln­ar að vinna gegn hætt­unni. Or­saka­sam­hengið verður að vera fyr­ir hendi. Um leið verður svo að gæta þess að ekki sé gengið lengra í tak­mörk­un­um eða íþyngj­andi ráðstöf­un­um hverju sinni held­ur en nauðsyn­legt er. Það á líka við um gild­is­tíma aðgerða; þær mega ekki standa leng­ur en nauðsynlegt er. Með öðrum orðum verður að gæta fyllsta meðal­hófs þegar sett­ar eru regl­ur eða ákv­arðanir tekn­ar, sem fela í sér ein­hvers kon­ar skerðingu borg­ara­legra rétt­inda.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: