- Advertisement -

Birgir á handbremsu stjórnarskrárinnar

„Ég tel hins veg­ar full­víst, að þeir muni litl­um ár­angri ná, sem enn eru fast­ir í at­b­urðum vors­ins 2013,“ skrifar Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni.

Birgir, sem hefur mest afskipti Sjálfstæðismanna, haft af stjórnarskrárbreytingum skrifar í Moggann í dag. Hann vill fara hægt í allar breytingar á stjórnarskránni.

„Mála­miðlan­ir í kjöl­far mál­efna­legra rök­ræðna eru að mínu mati vís­asta leiðin til að kom­ast út úr þeim skot­grafa­hernaði, sem ríkt hef­ur í stjórn­ar­skrárum­ræðum hér á landi und­an­far­inn ára­tug,“ skrifar Birgir.

„Í hvert skipti sem lagðar hafa verið fram ein­hverj­ar til­lög­ur að af­mörkuðum stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um hafa komið fram há­vær­ar radd­ir um að eng­ar breyt­ing­ar megi gera, sem ekki feli í sér að til­lög­ur stjórn­lagaráðs frá 2011 verði all­ar samþykkt­ar, annaðhvort óbreytt­ar eða í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar­til­lög­ur sem meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is lagði til vet­ur­inn 2012 til 2013. Það dugi ekki að vinna verkið í áföng­um og taka fyr­ir eina, tvær eða þrjár breyt­ing­ar­til­lög­ur í einu – ekk­ert sé ásætt­an­legt nema sú niðurstaða að umskrifa nær all­ar 80 grein­ar gild­andi stjórn­ar­skrár og bæta 34 nýj­um við. Allt annað séu hrein svik. Krafa þeirra sem svona tala er með öðrum orðum: Allt eða ekk­ert! Les­end­ur geta svo velt því fyr­ir sér hversu mikl­um ár­angri menn ná með slíkri nálg­un og hversu lík­legt sé að hún skili ein­hverj­um raun­veru­leg­um ávinn­ingi þegar horft er til ein­stakra mál­efna sem menn bera fyr­ir brjósti.“

Fyrst reyn­ir á hverj­ir verða til­bún­ir…

Ekki fer á milli mála að Birgir slær á fingur Stjórnarskrárfélagsins.

Birgir heldur áfram: „Eins og fram kom hér að fram­an má bú­ast við því að lín­ur fari að skýr­ast á næstu vik­um um það, hvort samstaða ná­ist á hinum póli­tíska vett­vangi um nokkr­ar, af­markaðar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Fyrst reyn­ir á hverj­ir verða til­bún­ir til að standa að flutn­ingi slíkra frum­varpa, og svo í fram­hald­inu hvort nægi­lega víðtæk sátt verði um fram­gang þeirra á Alþingi, bæði því sem nú sit­ur og eins og á nýju þingi að afloknum alþing­is­kosn­ing­um. Margt er enn óvíst í þessu sam­bandi.“

Birgir rífur í handbremsu stjórnarskrárbreytinga.

„Ég tel hins veg­ar full­víst, að þeir muni litl­um ár­angri ná, sem enn eru fast­ir í at­b­urðum vors­ins 2013. Síðan hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar, þris­var verið kosið til Alþing­is, sam­setn­ing þings­ins breyst fram og til baka, nýir meiri­hlut­ar mynd­ast og horfið, stjórn­mála­flokk­ar verið stofnaðir og horfið, og umræður um stjórn­ar­skrár­mál breyst með ýms­um hætti. Þetta ættu all­ir að horf­ast í augu við.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: