Eins og sést á myndinni viðþessa frétt valt bíll undir mislægum gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar í nótt um klukkan hálf tvö.
Bæði ökumaður og farþegi voru flutt á Bráðadeild til aðhlynningar, en sem betur fer voru meiðsli viðkomandi ekki alvarleg.
Kemur fram að ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur; bæði ökumaður og farþegi voru teknir höndum og vistaðir í fangageymslu lögreglu þegar aðhlynningu var lokið á Bráðadeild.
Bíllinn var fjarlægður af vettvangi með króki og í kjölfarið var orkuveita ræst út vegna tjóns á ljósastaur vegna bílveltunnar.
– Trausti