Akandi eldra fólk er ólíklegra til að leggjast inn á elliheimili en það sem hefur hætt að aka eða hefur aldrei ekið. Þetta kemur fram í rannsókn, en niðurstöður hennar voru birtar í tímaritinu American Journal of Public Health. Rannsakendur segja að þeir hafi alls ekki hvatt ökumenn tií þess að keyra lengur en þeir treystu sér.
Í máli þeirra kemur þó fram að þegar ökumenn hættu að aka, sérstaklega þar sem almenningssamgöngur voru af skornum skammti, þá hefði það oft í för með sér auka kostnað.
Eldra fólk á erfiðara með að sinna þörfum á borð við matarinnkaup þegar það er hætt að keyra. Það getur verið dýrt að leggjast inn á elliheimili eða hjúkrunarheimili og er ekki á færi allra. Rannsakendur leggja til að fundin verði nýstárleg lausn til að mæta samgönguvanda þeirra sem hættir eru að aka eða hafa aldrei ekið. Ef það er ekki gert er hætta á því að fólk sé á hjúkrunarheimili án þess að þurfa þess, eða það einangrist heima hjá sér.