Af hverju eiga ótryggðir kröfuhafar ekki að þola hliðstæða niðurfærslu?
Ragnar Önundarson skrifar:
Þessi aðstoð er án haldbærra, öruggra trygginga, ábyrgðin getur fallið á skattgreiðendur. Verið er að greiða götu félagsins að almannafé í lífeyrissjóðunum. Ætlunin er að nota það til að greiða almennum, ótryggðum kröfuhöfum. Starfsmenn og birgjar (Boeing) hafa tekið byrðar á sig, réttmætar, í ljósi stöðunnar. Af hverju eiga ótryggðir kröfuhafar ekki að þola hliðstæða niðurfærslu? Eina vitið er að móðurfélagið Icelandair fari gegnum greiðslustöðvun og nauðasamninga. Lífeyrissjóðirnir geta enn stuðlað að því.