Mynd: Ívar Sæland.

Stjórnmál

Berst gegn eigin launahækkunum

By Miðjan

March 08, 2021

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki berst gegn eigin launahækkunum. Tillaga hennar um frystingu launa borgarfulltrúa fæst ekki afgreidd.

„Þann 16. apríl lagði fulltrúi sósíalista fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Á meðan að COVID-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki,“ bókaði Sanna Magdalena í borgarráði.

„Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðunin verði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkana. Fulltrúi sósíalista hefur reglulega athugað hver staðan á tillögunni sé en hún hefur ekki enn komið til afgreiðslu, mörgum mánuðum síðar og komið hefur til launahækkana.“