- Advertisement -

Berjumst gegn okrinu og dýrtíðinni

„…og sé ríkisstjórnin ekki tilbúin til að vinna í málinu þá er hún líka óásættanleg.“

Jón Magnússon skrifar:

Hvað veldur því að matarkarfan á Íslandi er langdýrust miðað við hin Norðurlöndin. Meira að segja 40% dýrari en í Noregi þar sem kaupgjald er þó hærra. Meðan íslenska ríkisstjórnin gerir ekkert í málinu þá er hún að svíkja borgara síns eigin þjóðfélags. Berjumst gegn okrinu og dýrtíðinni. Það er miklu mikilvægara en nokkurra krónu hækkun í launaumslagið.

Neytendasamtökin ættu að krefjast fundar þegar í stað með ríkisstjórninni og segja; nú er komið nóg. Íslenskir neytendur eiga rétt á að njóta svipaðs verðlags og lánakjara og fólk á hinum Norðurlöndunum. Allt annað er óásættanlegt og sé ríkisstjórnin ekki tilbúin til að vinna í málinu þá er hún líka óásættanleg.

Tekið af Facebooksíðu Jóns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: