- Advertisement -

Berjast um gamla íhaldið

Tveir flokkar munu berjast um gamla íhaldið. Kannski má segja afturhaldið. Sjálfstæðisflokkur hefur verið nokkuð öruggur um það fylgi. Miðflokkurinn heggur vel í þær raðir. Ef eitthvað er stendur Miðflokkurinn betur að vígi í þeirri baráttu.

Heldur hefur samt dregið úr þeim stuðningi. Hann var mestur meðan Miðflokkurinn barðist gegn orkupakkanum. Því þarf Miðflokkurinn að finna sér annað mál til endurheimta það sem hefur tapast.

Sjálfstæðisflokkurinn á óhægara um vik. Gamla íhaldið er ekki fylgjandi núverandi forystu flokksins. Römm er sú taug. Á það treystir Sjálfstæðisflokkurinn. Að gamla íhaldið geti ekki, þegar á hólminn er komið, annað kosið sinn gamla flokk.

Eitt af því sem mun verða áberandi á komandi mánuðum er barátta flokkanna tveggja um gamla íhaldið – afturhaldið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: