- Advertisement -

Bergþór klaufi eða samur við sig

Þingmönnum gengur misvel að fanga athygli þeirra sem þeir tala til. Bergþór Ólason Miðflokki, sem gekk lengst allra á Klausturbarnum, missteig sig illa þegar hann tók þátt í umræðunni um stefnuræðu forsætisráðherra. Bergþór virðist enn vera með hugann við öldurhúsin. Hann sagði ræðu sinni:

„Við megum ekki stýra íslensku efnahagslífi inn í slíkar þrengingar að skásta „pickup“-lína fólks í makaleit verði: Ég er opinber starfsmaður.“

Afskaplega aulalega gert. Miðflokkurinn berst ekki síst við Framsókn. Bergþór hnýtti höfuðsandstæðinginn og sagði:

„Það var athyglisvert að hlusta á formann Framsóknarflokksins fara hér mikinn áðan þar sem hann hélt því fram að nú væri keyrð stefna samkvæmt sýn Framsóknarflokksins. Það skýrir auðvitað ýmislegt og það er áhugavert að formaðurinn gangist við því með þessum hætti að yfirvofandi hrina gjaldþrota, fjöldaatvinnuleysi, lokun landsins, ólæsi drengja, kröpp kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja sé stefna sem keyrð er áfram undir gunnfána Framsóknarflokksins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórólfur, Alma og Víðir. Bergþór segir of mikið gert úr þeirra skoðunum.

Bergþór hjó víðar. Þríeykið, Alma Möller, Þórólfur Guðnason og Víðir Reynisson fengu væna sneið frá Bergþóri Ólasyni sem og ríkisstjórnin sem hann telur einblína um of á tölur varðandi Covid en hugi minna að félagslegum afleiðingum þeirra takmarkanna sem þríeykið leggur til:

„Á daglegum upplýsingafundum þríeykisins væri eflaust hollt fyrir umræðuna að fá gesti sem færu m.a. yfir tölur um vanskil heimila, fjölda sjálfsvíga, aukna sókn í þjónustu geðlækna og sálfræðinga, þróun áfengisneyslu landsmanna, fjölda gjaldþrota, atvinnuleysistölur og svo mætti áfram telja. Við verðum að horfa á heildarmyndina.

Stjórnmálamenn þurfa að taka dýpri umræðu um hvert skuli stefna og hvernig best sé að komast þangað. Það er okkur ekki samboðið að útvista ábyrgðinni á þessum þáttum. Það er þinginu ekki samboðið að láta það viðgangast að meiri háttar ákvarðanir séu teknar mánuðum saman án efnislegrar umræðu hér í þinginu, þar sem m.a. ýmsum borgaralegum réttindum er ýtt til hliðar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: