- Advertisement -

Ber þungar sakir á Sigmund Davíð

Samfélag Pétur Einarsson, lögfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins, hefur kært Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem hann telur formanninn hafa framið eiðrof og framið skjalafals. Pétur krefst að Sigmundur Davíð verði dæmdur til þyngstu refsinga.

Kæra Péturs er svohljóðandi:

„Ég undirritaður Pétur Einarsson lögfræðingur kt.: 041127-3699 til heimilis að Selá 621 Dalvík, umboðsmaður F lista Flokks Fólksins í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2017 legg fram eftirfarandi kæru á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni kt.: 120375-3509 með skráð lögheimili að Hrafnabjörgum 3. 701 Egilsstöðum.

Ég kæri Sigmund Davíð Gunnlaugson kt.: 120375-3509 fyrir eiðrof (meinsæri) og skjalafals af ásetningi og krefst þess að viðkomandi yfirvöld rannsaki málið við fyrsta tækifæri, og ef sekt er, ákæri kærða til þyngstu refsingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kærði hefur ekki fylgt lögum landsins m.a. með því að brjóta 65. gr. laga um þingsköp Alþingis frá 31. maí 1991 nr. 55, en þar segir: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þeim ákvæðum hefur kærði í engu fylgt.

Þá hefur kærði gefið falskar upplýsingar til Hagstofu Íslands um lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar, og tilkynt það sem að Hrafnabjörgum 3, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir. Þar hefur kærði aldrei búið né haft þar starfstöð, og er eigandi umræddrar eignar og nágrannar til vitnis um það. Eigandi þeirrar eignar er Jónas Guðmundsson kt.: kt.: 080346-3019, og er hann samsekur um falska lögheimilisskráningu.

Þessar röngu upplýsingar til Hagstofu Íslands voru gerðar af ásetningi og væntanlega í hagnaðarskyni til þess að fá styrki frá Alþingi sem renna til þingmanna er búa í dreyfbýi. Þess ber að geta að kærði og maki hans eru stórauðug.

Það er löngu vitað að kærði býr að Skrúðási 7, 210 Garðabæ, en hús það er í eigu tengdaforeldra kærða þerra Páls Breiðdals Samúelsson kt.: 100929-4819 og Elínar Sigrúnar Jóhannesdóttir kt.: 110534-3029.

Mál þetta er grafalvarlegt því um er að ræða Alþingismann og fyrrverandi forsætisráðherra sem unnið hefur eið að Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og með því að fylgja lögum landsins.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: