Bensínfnykur í Ingunnarskóla
- borgarstjórnarmeirihlutinn sakaður um áhugaleysi vegna nálægðar skólans og bensínstöðvar. Ítrekaðar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram. Engin svör fást.
Árum saman hafa foreldrar kvartað yfir að bensínfnykur berst inn í Ingunnarskóla í Grafarholti. Það gerist í ákveðnum vindáttum og ástæða er sú að í næsta nágrenni er bensínstöð.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa spurt, aftur og aftur, hvort nábýli bensínstöðvar, grunnskóla, frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar standist reglur ríkis og borgar og Brunamálastofnunar um brunavarnir.
Í reglunum er ákvæði um fjarlægð milli mannvirkja bensínstöðvar og byggingar, „…þar sem fólk vistast eða dvelur um lengri tíma, t.d. skóla, skuli að lágmarki vera tólf metrar. Einnig segir að benzínstöðvar beri að skipuleggja þannig að ekki skapist óþarfa umferð um afgreiðslusvæði þeirra…“
Töluverð umferð skólabarna er sögð um stöðina. Bensínstöðin, sem reist var árið 2005, er sem fyrr segir skammt frá Ingunnarskóla og frístundaheimilinu Stjörnulandi og félagsmiðstöðinni Fókusi.
Í bókum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksinns segir: „Árum saman hafa foreldrar barna í Grafarholti gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og m.a. kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist benzínfnykur inn í skólahúsnæðið. Furðu sætir að sjálfsögð fyrirspurn sem þessi skuli hrakhraufast um borgarkerfið árum saman en það segir ákveðna sögu um vinnubrögð núverandi borgarstjórnarmeirihluta og áhugaleysi hans á málinu.“
-sme