- Advertisement -

Benedikt: Vífilsstaðir ekki til braskara

- segir fyrrverandi forsætisráðherra hafa mörg tækifæri til mótmæla, t.d. sem forsætisráðherra.

Benedikt Jóhannesson.
„Salan á Vífilstaðalandinu er mjög gott mál.“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er fjarri sammála Sigurði Inga Jóhannsyni, fyrrverandi forsætisráðherra, um ágæti sölu ríkisins á Vífilsstaðalandinu til Garðarbæjar.

„Það er merkilegt að Sigurður Ingi skuli ekki muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra,“ skrifar fjármálaráðherra á Facebook í kvöld.

Sjá hér fyrri frétt um málið.

„Salan á Vífilstaðalandinu er mjög gott mál,“ skrifar Benedikt. „Við erum að vinna með bæjarfélögunum til þess að auka framboð á húsnæði. Garðabær ætlar að skipuleggja 12-1.500 íbúða byggð á landinu, sem er góð viðbót. Sumum finnst að við hefðum átt að selja landið til braskara. Það höfðar ekki til mín, þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost, því að við viljum halda i íbúðarverði niðri. Endanlegt söluverð kemur ekki í ljós fyrr en búið vitum hvert lóðaverð verður. Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn. Mér finnst líklegt að það verði margfalt.hærra en það sem greitt var beint,“ skrifar Benedikt.

Hann segir einnig að Garðabær hafi skipulagsvaldið; „…en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun. Ekkert mælir á móti því að þarna verði seinna byggður spítali, en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali búið Hringbraut og við byrjum á því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: