- Advertisement -

Benedikt þorir engu að lofa

- dregist hefur að opna aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Fjármálaráðherra vonar að það gerist fyrir haustið.

Birgitta Jónsdóttir rifjar upp að 3. febrúar sl. birtist eftirfarandi yfirlýsing á vef fjármálaráðuneytisins, með leyfi forseta:

„Ríkisstjórnin hyggst stórbæta aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Mikilvægt skref í þessa veru verður stigið um miðjan mars þegar vefurinn opnirreikningar.is verður opnaður.“

„Einnig er tekið fram að vinna við verkefnið hafi hafist á síðasta ári og henni sé að mestu lokið,“ segir Birgitta. „Þetta var tilkynnt fyrir tæpum fjórum mánuðum síðan. Nú eru liðnir tveir og hálfur mánuður síðan opnirreikningar.is átti að fara í loftið. Hver er ástæða þess að verkefninu hefur seinkað um tvo og hálfan mánuð, hæstv. fjármálaráðherra?“

Benedikt Jóhannnesson fjármálaráðherra sagði rétt hjá Birgittu, að verkefnið hefur tafist. „Það hefur þó ekki þýtt að ekki hafi verið vinna við það í fullum gangi. Það hefur verið í rýni hjá ráðuneytum, Fjársýslu ríkisins, og verið er að undirbúa verkefnið en það hefur bara tekið lengri tíma. Það hafa komið athugasemdir og ábendingar t.d. frá Persónuvernd,“ segir Benedikt.

„Ég er mjög áhugasamur um þetta verkefni eins og ég hef látið í ljós við þingheim og ég vonast til þess að það gangi sem allra hraðast. Ég verð hins vegar bara að játa að það hefur gengið hægar en ég vonaði, þó hafa þær ábendingar sem fram hafa komið vissulega átt rétt á sér. Ég á von á að þeirra muni sjá stað þegar vefurinn fer í loftið. Ég vona að það verði sem allra fyrst. Ég þori ekki að lofa neinu, en það verður vonandi fyrir haustið, kannski fyrr.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: