- Advertisement -

Benedikt segi af sér eða verði sparkað

Gunnar Bragi Sveinsson:
„…að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann ef hann sér ekki sóma sinn í því að segja af sér.“

Ekki sér fyrir endann á vandræðum Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Viðreisnar, vegna svara hans um áhuga kaupenda á Leifsstöð.

Gunnar Bragi Sveinsson, þigmaður Framsóknarflokks og fyrrum utanríkis- og atvinnuvegaráðhera, tjáir sig á Facebook: „Fjármálaráðherra hefur orðið uppvís að því að segja alþingi ósatt og yfirklóri hans trúir ekki maður. Nauðsynlegt er að kalla strax saman þing til að taka á málinu til að hægt sé að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann ef hann sér ekki sóma sinn í því að segja af sér.“

Benedikt sagði í svari á Alþingi: „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni.“ Hann segir á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rangt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því.

„Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin,“ skrifar hann ennfremur.

Það er sótt að ráðherranum. Ólíklegt verður að teljast að þing verði kallað saman svo unnt verði að leggja fram vantrauststillðögu. En alvara málsins er augljós.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: