- Advertisement -

Benedikt óviss um sölu Leifsstöðvar

- útilokar samt ekkert varðandi eignarhald Keflavíkurflugvallar. Málið hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn.

 

Óli Halldórsson, sem nú situr á þingi fyrir Vinstri græn, spurði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, hver afstaðan hans sé; „…til einkavæðingar Keflavíkurflugstöðvar í heild sinni eða hlutum?“

Bebedikt Jóhannesson.
Hefur ekki mótað sér skoðun um hvort selja eigi Leifsstöð.

„Ég hef ekki mótað mér afstöðu í þessu máli,“ svaraði Benedikt. „Ég hef látið hafa það eftir mér að það sé gott fyrir ríkið að vita af þessum varasjóði ef einhvern tímann kæmi til þess að menn þyrftu að huga að því, en það hefur ekki verið skoðað á þessu stigi málsins af fjármálaráðuneytinu.“

Einokunarstaða

Óli kom aftur í ræðustól. „Það liggur fyrir að ríkið hefur undanfarið hagnast töluvert á flugstöðinni í Keflavík, ekki með óáþekkum hætti og Landsvirkjun eða öðrum ríkiseignum. Afgerandi meiri hluti þeirra sem koma til landsins fara um Keflavík. Við erum eyja og erum að mörgu leyti ekki sambærileg öðrum löndum þar sem fólk flæðir yfir landamæri með öðrum hætti. Eins og staðan er núna er þetta nálægt því að vera fullkomin einokunarstaða. Þá spyr ég: Telur hæstvirtur ráðherra slíkar einokunaraðstæður henta vel til einkarekstrar? Enn fremur: Er ágreiningur um málið eða er samstaða í ríkisstjórn?“

Útilokar ekki neitt

Benedikt upplýsti að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn. Og sagði: „Ég held að það sé ágætt að þingheimur og allir Íslendingar viti hver verðmætin eru í þessu, velti fyrir sér m.a. þeim sjónarmiðum sem háttvirtur þingmaður setur fram um að þetta er í raun meginalþjóðlegi flugvöllurinn okkar, skulum við segja, og hinir eru mjög litlir. Auðvitað þarf að meta það þegar menn huga að sölu. Ég hef hins vegar tamið mér það að útiloka ekki neitt, en þetta er ekki á minni dagskrá núna.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: