Sem kunnugt er varð stormur á heimili Viðreisnar þegar stjórn flokksins hafnaði stofnendum sínum Benedikt Jóhannessyni. Hann skrifar í Moggann í dag þar sem hann telur upp margt sem þarf að gera í stjórnmálunum.
Greinina endar hann sérstakan hátt:
„Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess,“ skrifar Benedikt og síðan kemur spurning:
„Við vitum að óbreytt ástand er í boði, en spurningin er: Verður einhver trúverðugur kostur í framboði til þess að hrinda breytingum í framkvæmd?“
Greinilegt verður að teljast að stofnandi Viðreisnar hefur ekki trú á flokknum sem hann stofnaði fyrir ekki svo mörgum árum.