Fréttir

Benedikt lækkar bankaskattinn

By Miðjan

April 05, 2017

„Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts.“

Þetta segir á heimasíðu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármálaáætlunina. „Kolefnisgjald, sem er lágt í alþjóðlegum samanburði, verður tvöfaldað. Áfram verður unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta,“ segir þar einnig.

Með því að færa meginhluta ferðaþjónustunnar í efra þrep virðisaukaskatts og lækka þrepið úr 24 prósntum í 22,5 prósent er gert ráð fyrir að það eitt lækki vísitölu neysluverðs um 0,4 prósent.