Ferðaþjónusta „Nú er ljóst að fjármálaráðherra hefur ekkert lært eða unnið sýna heimavinnu með því t.d. að láta gera óháða úttekt á afleiðingum hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna,“ segir Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, um ákvröðunina um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna.
„Allir sem fylgst hafa með ferðaþjónustunni undanfarna mánuði sjá niðursveifluna vegna hækkandi gengis íslensku krónunnar, aukinn kostnaði fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna verulegra launahækkana í í greininni sem voru alveg tímabærar og réttlátar sem og 11% vsk sem kom á þjónustu hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtæki 1. janúar 2016.
Fyrr má nú rota en dauðrota eins og fjármálaráðherra stefnir að. Það verður barist þar til yfir líkur við ætlum ekki að láta eyðileggja þessa atvinnugrein. 11 september hefur áður verið svartur dagur í ferðaþjónustunni og skilaboðin í dag eru þau sömu, það má beygja okkur en við brotnum ekki, réttlætið sigrar að lokum,“ skrifar Þórir á Facebook.