- Advertisement -

Benedikt er orðinn húsvanur

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur átt nokkuð annríkt að undanförnu og það er ekki bara rangt svar á Alþingi sehefur lýst upp ráðherrann.

„Það er ekk­ert leynd­ar­mál að ég var þeirra skoðunar lengi vel að þessi starf­semi færi ekki vel sam­an und­ir einu þaki,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is um hvort aðskilja eigi fjárfestingabanka og viðskiptabanka. „En þegar ég sé hversu mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á um­hverf­inu hugsa ég að kannski er þetta ekki eins nauðsyn­legt og það hefði verið fyr­ir hrun.“

Við þennan lestur rifjast upp skrif Davíðs Oddssonar, um nýja ráðherra, á hverjum tíma: „Það er reyndar þekkt að einungis örfáir þingmenn, sem ná því að verða ráðherrar, ná því jafnframt að verða húsbændur í sínum ráðuneytum. Flestir þeirra eru gerðir húsvanir á fáeinum vikum og um svipað leyti og mesta ráðherravíman yfir framanum er dofnuð láta raunverulegir stjórnendur ráðuneytanna bara vel af þeim. Í framhaldinu sendist ráðherrann síðan með erindi fyrir þá sem eftir skipuriti heyra undir hann.“

Það er ekki þar með sagt að Benedikt hafi orðið undir hvað varðar völd í eigin ráðuneyti. Eigi að síður vekur athygli að hann hefur snarsnúist í þessari skoðun sinni. Eins liggur hann, og Viðreisn, undir ámæli fyrir að helstu baráttumál flokksins eru geymd í kjallara stjórnarheimilisins. Til greina kemur að huga að þeim skömmu áður en kjörtímabilið klárast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Benedikt var ekki að fullu ánægður með starfshópinn um hvort beri að aðskilja bankastarfsemina. „Það var ekki meiningin með þessum hópi að skera úr um það með hvaða hætti þetta eigi að vera. Á endanum verður það alltaf pólitísk spurning en ég hef fundið það á störfum mínum á Alþingi að það sé samhljómur um ýmsa þætti málsins. Samhljómurinn er aðallega að allir vilji draga úr áhættu. Það sem skiptir máli er að við skiljum hvar mesta áhættan er,” segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á Vísi.

Þorsteinn Pálsson gerir sem hann getur til að mikla hlut Viðreisnar í stjórnarsamstarfinu. Samtímis og Þorsteinn gróðursetur nýgræðlingana slítur Benedikt þá upp.

Sigurjón M. Egilsson.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: