- Advertisement -

Benedikt efast um fátækt á Íslandi

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, gerir lítið úr umræðu um fátækt. Hann skrifar í Mogga dagsins samantekt um rangindi sem Donald Trump hefur orðið uppvís að og notar þær samantektir til að hnýta í fátæka Íslendinga.

„Íslend­ing­ar hljóta samt að rök­ræða út frá staðreynd­um. Skatt­byrði þeirra 10% sem hafa lægst laun er meiri núna en þeirra tekjuminnstu fyr­ir 20 árum, svo dæmi sé tekið. Skýr­ing­in er sú að laun eru al­mennt hærri núna en þau voru fyr­ir 20 árum að raun­gildi. Ættum við að fella niður skatta af lægstu laun­um, ef all­ir væru komn­ir með að minnsta kosti millj­ón á mánuði?“

Þarna lokar ráðherrann fyrrverandi augunum fyrir staðreyndum um hvernig skattbyrði hefur taktfast á ákveðið verið færð frá Benedikt og öðru efnafólki yfir þá sem minnst hafa.

„Sam­kvæmt nýj­ustu lífs­gæðakönn­un Hag­stof­unn­ar árið 2014 líða tæp­lega 8% barna skort á efn­is­leg­um gæðum, ekki fjarri sex þúsund börn­um. Hvenær á ára­tugn­um þar á und­an sögðust fæst­ir hafa það svo slæmt? Ekki árið 2007 held­ur árin 2008-9. Þegar verst áraði gerðu svar­end­ur minnst úr erfiðleik­um sín­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er sama hversu jákvæðir lesendur greinarinnar geta verið. Ekki verður hjá því komist að hann segi nánast blákalt að ekki sé fátækt á fólki. Heldur sé fólkið óþarflega vælið og kvarti af ástæðulausu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: