- Advertisement -

Benedikt brýnir borgina gegn Eflingu

„Ef Reykja­vík­ur­borg kaup­ir sér frið er það ávís­un á nýja upp­lausn á vinnu­markaði þar sem kröf­ur munu ganga á víxl og öll­um finnst þeir hafa orðið útundan,“ skrifar fjármálaráðherrann fyrrverandi, Benedikt Jóhannesson og birtir í Mogga dagsins.

Benedikt er stofnandi Viðreisnar og getur þess í hvert sinn sem hann skrifar í Moggann. Það er einmitt i Reykjavík sem Viðreisn hefur náð hvað mestum árangri. Fékk tvo borgarfulltrúar, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek, og þeir náðu fádæma árangri þegar þeir reistu við fallinn meirihluta Dags B. Eggertssonar. Hann er forseti borgarstjórnar og hún er formaður borgarráðs. Fengu mjög mikið fyrir lítið.

Benedikt rifjar upp: „Í fyrra lagði rík­is­stjórn­in mikla áherslu á það hve mynd­ar­lega hún hefði komið að samn­inga­borðinu. Niðurstaðan var sú að eng­inn af­gang­ur er af rík­is­fjár­mál­um og skatt­kerfið er orðið flókn­ara en áður. Ekki er sýni­legt sam­band milli rík­is­stjórn­ar og verka­lýðshreyf­ing­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: