- Advertisement -

Benedikt breytir rétt

Leiðari Benedikt Jóhannesson, fráfarandi formaður Viðreisnar, breytti rétt þegar hann sagði af sér formennsku í Viðreisn, flokknum sem hann á mestan þátt í að er til. Óheppileg ummæli hans vógu þungt og fylgi við flokkinn er hrunið.

Óeining hefur verið innan Viðreisnar í einhvern tíma. Mest er það vegna framgöngu Benedikts. Nokkrir mánuðir eru síðan þær raddir komu frá þeim sem standa að baki flokknum, þeim sem hafa lagt honum til peninga, frá þeim sem hafa borgað reikningana. Þeir vildu að skipt yrði um formann.

Benedikt var of bráður þegar hann fór með flokkinn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Síðasta verk hans þar var að leggja fram vont fjárlagafrumvarp. Það verður hann að verja núna. Einnig þess vegna fer best á því að annar taki við formennskunni.

Benedikt breytti rangt þegar hann samþykkti að taka þátt í ríkisstjórninni, sem og staðan í dag sýnir. Benedikt breytti rétt þegar hann gafst upp. Oftar en ekki er falinn sigur í uppgjöfinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: