Fréttir

Belgingurinn á Bessastöðum

By Miðjan

December 10, 2015

Samfélag Svavar Gestsson var ekki sáttur við ræðu Jóns Gunnarssonar alþingismann og söguskoðun hans um Icesave. Svavar skrifar á Facebook-síðuna sína.

„Jón Gunnarsson alþingismaður var að ræða um fjárlögin 2016 áðan. Hann ræddi aðallega um Icesave samninginn frá vorinu 2009. Hann hafði ekki áttað sig á því að þjóðarbúið stendur í dag nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir í samningnum vorið 2009. Það er vegna þess að þrotabú Landsbankans á fjármuni upp í allar forgangskröfur, þar með Icesave, og upp í vaxtakostnað líka. Þannig hefur samningurinn frá vorinu 2009 gengið eftir í raun þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslurnar um að borga ekki að ekki sé talað um belginginn í minni spámmönnum stjórnarflokkanna eins og Jóni Gunnarssyni. Það er búið að borga Icesave. Það er gott en það voru einmitt Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem stofnuðu Icesave vandann; ekki þeir sem reyndu að leysa hann en fengu ekki frið til þess fyrir belgingi frá Bessastöðum.Þess má geta að ríkisstjórn Geirs H. Haarde ræddi það í alvöru að Icesave lenti á ríkissjóði það er skattgreiðendum. Samningurinn vorið 2009 hindraði það því allt sem gert var eftir það byggðist á þeim samningi. En hvað það allt saman kemur við fjárlögunum 2016 er vandskilið, og þó: Jón Gunnarsson og aðrir stjórnarþingmenn skammast sín fyrir aðförina að öldruðuðum og öryrkjum. Þeir eru að reyna að fela skömmina með öðrum og óskyldum málum.“