- Advertisement -

Bekkurinn: Möguleikar Breiðabliks síst minni en KR

Þó KR hafi sjö stiga forskot á Breiðablik verður samt að telja möguleika Breiðabliks síst minni til að fara með sigur á Íslandsmóti karla.

Lokaleikir Breiðabliks og KR. KR-ingar eiga mun erfiðari leiki framundan en keppinautarnir í Breiðabliki.

Þegar litið er til þeirra leikja sem liðin eiga eftir sést glögglega að þar eru ólíku saman að jafna. Breiðablik á aðeins eftir einn útileik, í Vestmannaeyjum, gegn liði sem þegar er fallið úr deildinni og hefur ekki að neinu að keppa og ekkert til að berjast fyrir.

Aðrir leikir Breiðabliks er heimaleikir gegn Fylki, Stjörnunni og svo KR. Dagskrá KR eru öllu erfiðari. Heimaleikur gegn ÍA og svo þrír leikir gegn liðum sem alla jafna má gera ráð fyrir að séu erfiðir andstæðingar, gegn Val, FH og Breiðabliki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alls ekki er vitlaust að gera ráð fyrir að KR geti tapað fleirum stigum en Breiðablik, fram að lokaleiknum, leik þeirra við Breiðablik i Kópavogi laugardaginn 28. september.

Minnsti íþróttaþáttur landsins, og þó víðar væri leitað; Bekkurinn, gerir ráð fyrir að spenna verði fram að síðasta leik. Sjö stig er ekki mikið forskot. Ef mið er tekið af síðustu leikjum Breiðabliks og KR er nokkuð ljóst hvert stefnir. Breiðablik spilaði frábæran leik meðan KR lék einn versta leik í Íslandsmóti efstu deildar í langa herrans tíð.

Spá Bekkjarins. Breiðablik verður Íslandsmeistari.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: