Stjórnmál

BB: Sjávarútvegsfyrirtækin borga tekjuskatt

By Miðjan

September 18, 2022

Hér er bein tilvitnun í fjarmálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, á Alþingi:

Ég held að árið í fyrra hafi verið eitt af betri árum í íslenskum sjávarútvegi. Þá er ágætt að muna að sjávarútvegsfyrirtækin munu borga tekjuskatt af þeirri afkomu og veiðigjöldin eru afkomutengd. Ég ætla ekki að hafna því að halda áfram samtalinu um að þróa sjávarútvegskerfið á Íslandi, þar með talið gjaldtökuna, og reyndar er vinna í gangi hjá matvælaráðherra til að fara ofan í saumana á því. Við höfum gert breytingar, síðast hækkuðum við álagið á uppsjávartegundirnar og sú vinna mun halda áfram. Varðandi þá sem höfðu miklar fjármagnstekjur í fyrra þá er það fólkið sem er að borga þessa 16 milljarða sem við erum að fá umfram áætlanir á þessu ári. Þegar mikil umsvif eru á fjármálamörkuðum og miklar fjármagnstekjur verða til þá fáum við skattinn, 16 milljarða umfram áætlanir á þessu ári. Það skiptir máli.