- Advertisement -

BB: Sjálfsagt að greiða arð í heilbrigðisþjónustu

- Katrín Jakobsdóttir spurði Bjarna Benediktsson um arðgreiðslur úr einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Ráðherra sagði sjálfsagt að greiða arð.

 

„Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna.“ sagði Katrín.

„Það er bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi, fyrir skömmu, þegar hann svaraði fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, um arðgreiðslur úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu.

„Ég sé ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við það að menn sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu greiði sér út arð ef þeir skila afgangi í rekstri sínum, sama með hvaða hætti það er gert. Það á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að skilyrði geta skapast til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín rifjaði upp að Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, hafi áttað sig á að ekki væri vilji í samfélaginu til að veikindi væru höfð að féþúfu. „Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín varðandi þá ákvörðun Kristjáns Þórs að banna arðgreiðslur úr nýjum einkareknum heilsugæslum.

„Ég kannast ekki við að arðgreiðslur út úr heilsutengdri starfsemi á Íslandi sé eitthvert þjóðfélagsmein hér á landi,“ sagði Bjarni Benediktsson.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: