BB: Enga launahækkun fyrir verkafólk
Björgvin Gðmundsson skrifar: Á forsíðu Morgunblaðsins mátti sjá þessi skilaboð frá fjármálaráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: Það er sennilega ekki grundvöllur fyrir neinum kauphækkunum launafólks. Áður hafa atvinnurekendur boðað 2-3% launahækkun og fjármálaráðherra tekið undir það.
En nú færir hann sig upp á skaftið og boðar 0% hækkun.Telur sennilega nægilega langt liðið frá því hann sjálfur og aðrir ráðherrar fengu 45% launahækkun og meira, þ.e. upp í 1,9 millj kr á mánuði. Forsætisráðherra hækkaði þá í 2-2,1 miljón. Ráðherrar hafa síðan mikil alls konar hlunnindi, að þeir þurfa lítið að taka upp veskið. T,d. hafa þeir frían bíl. Þingmenn fengu 45% launaahækkun og háttsettir embættismenn allt að 48% launahækkun og 18 mánuði til baka!
Allt eru þetta svo yfrgengilegar launahækkanir, sem ákveðnar voru af kjararáði, sem starfaði undir handarjaðri Sjálfstæðisflokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráherra skammast sín ekki fyrir að koma fram fyrir alþjóð og boða 0% kauphækkun launafólks eftir að hann sjálfur og stjórnmáamenn yfirleitt hafa fengið 45% launahækkun og meira. Árið 2015 var samþykkt á alþingi, að ráðherrar fengju miklar launahækkanir afturvirkar í marga mánuði en um leið felldu þingmenn að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirka hækkun lífeyris!
Fjármálaráðherra kom því inn í stjórnasáttmálann, að ekki væri mikill grundvöllur fyrir launahækkunum. Þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sá þetta ákvæði sáttmálans varð honum að orði að hann hefði talið að þetta hefði verið samið í viðskiptaráði; svo mikill íhaldssvipur fannst honum vera á ákvæðinu.Katrín hafði sofið á verðinum.
Nú er komið í ljós hvað vakti fyrir fjármálaráðherra: Að halda launum verkafólks og launamanna almennt niðri.
En athuga ber, að ef ríkisstjórnin ætlar að halda kaupi launafólks niðri í 0% hækkun þá ætlar ríkistjórnin líka að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri, þar eð ríkisstjórnin vill ekki hækka lífeyri meira en laun. Þess vegna stendur ríkisstjórn gegn hækkun lífeyris. Við höfum m.ö.o. fengið yfir okkur römmustu afturhaldsstjórn.