Neytendur Neytendastofa hefur úrskurðað að Bauhaus hafi brotið lög þegar í verslun fyrirtækisins var „…skilti með áletruninni „Blákorn“ við sölustand garðáburðar sem beri annað heiti væri óheimil og til þess fallin að gefa villandi upplýsingar, að valda ruglingi hjá neytendum og hafa áhrif á eftirspurn og því brot á lögum,“ einsog segir á vef Neytendastofu.
Það var Fóðurblandan sem kvartaði undan Bauhaus vegna markaðssetningar á Garðskrafti, sem kynntur er í verslun Bauhaus með vörumerkinu „Blákorn“ sem sé skráð eign Fóðurblöndunnar. „Slík markaðssetning geti valdið ruglingi.“
Forsvarsmenn Bauhaus kváðu ástæðuna fyrir framsetningunni vera þá að viðskiptavinir Bauhaus og vafalaust fleiri verslana tengi heitið „Blákorn“ ekki endilega við vörumerki Fóðurblöndunnar heldur sé heitið notað sem samheiti yfir allan garðáburð.