- Advertisement -

Bassaleikarinn í sambandi við 13 ára

Guðni Ölversson skrifar:

Þegar Bill Wymann, bassaleikari Rolling Stones, var 47 ára gamall átti hann í ástarsambandi við fyrirsætuna, Mandy Smith, sem þá var aðeins 13 ára gömul. Var þetta með fullu samþykki móður stúlkunnar sem sjálfsagt taldi sig stolta að fá þennan heimsþekkta bassaleikara fyrir tengdason.

Árin liðu og eftir 6 ára samband giftust Bill og Mandy. Hjónabandið entist ekki lengi eða í tæpt ár.

En þar með var ekki öllu sambandi milli Wyman og Smith fjölskyldnanna slitið. Stephan sonur Bills giftist nefnilega móður Mandy fyrrum stjúpmóður sinnar. Ef Bill og Mandy hefðu ekki skilið þá hefði Stephan orðið tengdafaðir föður síns og sinn eiginn afi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: