Gunnar Smári:
Þetta er veikasta kjördæmi VG. Miðað við dreifingu atkvæða flokksins í síðustu kosningum má gera ráð fyrir kjördæmakjörnum manni inn í Reykjavík norður og Norðaustri strax og flokkurinn kemst yfir 6% þröskuldinn, mann inn í Reykjavík suður við 8% mörkin og menn inn í Norðvestri og Suðvestri þegar landsfylgið fer yfir 9%. En það er ekki fyrr en flokkurinn fer yfir 12% á landsvísu sem reikna má með að fyrsta sæti á Suðurlandi verði öruggt þingsæti.
Í nýlegum könnunum Maskínu og MMR náðist það, flokkurinn mældist með 13,5% á báðum stöðum sem gæfi níu þingmenn. Miðað við dreifingu atkvæða flokksins má reikna með að það væri tveir og sitthvoru Reykjavíkurkjördæmunum og Norðaustri og svo einn úr Suðvestri, Norðvestri og Suðri. Hjá Gallup var fylgið 12,8% og þá er líklegra að seinni maðurinn í Reykjavík suðri detti út en sá í Suðri, en líklega myndu þeir báðir haldast inni.
En smá bank niður, sem verður að reikna með því VG mælist iðulega betur í könnunum en í kosningum, þá er maðurinn í Suðurkjördæmi fallinn. Sú var staðan hjá Gallup í desember og hjá MMR í janúar.
Þessi slagur í suðrinu mun því ekki endilega skila sigurvegaranum á þing. Annað sætið í Norðaustri og Reykjavík norðri eru öruggari sæti.