- Advertisement -

Baráttan um ríkissjóð

Gunnar Smári skrifar:

Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Hvort Halldór Benjamín, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því hvert þetta svigrúm í ríkisfjármálum fer, og taka þá ákvarðanir um að fleyta því öllu til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda.

Það sem auðvaldið óttast er að því verði ýtt frá völdum og afl sameiginlegra sjóða og Seðlabanka verði nýtt til byggja hér upp innviði og grunnkerfi samfélagsins almenningi til heilla. Auðvaldið ætlar sér sjálft þessa fjármuni.

Fyrir cóvid voru skuldir ríkissjóðs um 30% af landsframleiðslu. Eftir cóvid nálgast þær 50%, hafa hækkað um 600 milljarða króna. Um helmingur fór til almennings en helmingur til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda.

Í löndunum í kringum okkur skulda ríkissjóðir um 70-100% af landsframleiðslu, og hafa fáir áhyggjur af því. Einn af lærdómum Hrunsins og síðan kórónafaraldursins er það er betra ríki sem skuldar 70% af landsframleiðslu en sem hefur byggt upp og viðhaldið innviðum heldur en ríki sem skuldar 30% af landsframleiðslu en er með myglaða innviði af vanrækslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Baráttan um ríkissjóð:

En þetta á ekki við um öll ríki. Svokallaður óligarkismi hefur náð undirtökum í mörgum ríkjum.

Almennt munu ríkin í kringum okkur því leggja áherslu á innviðauppbyggingu á næstu árum, byggja upp grunnkerfin og vinna gegn ójöfnuði, óréttlæti og umhverfisógn. Þetta má til dæmis sjá hjá Biden í Bandaríkjunum þar sem plön um uppbyggingu dagvistar- og leikskólakerfis eru komin á borðið.

En þetta á ekki við um öll ríki. Svokallaður óligarkismi hefur náð undirtökum í mörgum ríkjum. Í þeim verður þetta afl ríkisvalds notað til að flytja fé til hinna fáu ríku. Það var raunin á tímum Trump í Bandaríkjunum og það verður raunin víða í Austur-Evrópu, í Brasilíu og víðar þar sem öfga-hægrið og þjófræðið geisar.

Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Hvort Halldór Benjamín, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því hvert þetta svigrúm í ríkisfjármálum fer, og taka þá ákvarðanir um að fleyta því öllu til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Eða hvort við kjósum að byggja upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: