Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir undirskrift kjarasamnings við bæjarfélögin:
Kæra fólk, við höfum undirritað samning við sveitarfélögin sem færir okkur sambærilega leiðréttingu og við náðum hjá borg og ríki. Við erum glöð, stolt og ánægð. Og dálítið syfjuð. Við þökkum innilega fyrir stuðninginn og samstöðuna sem við höfum fundið fyrir. Hún er ómetanleg.
Sjáumst í baráttunni.
„Ég vil líka benda á hversu mikilvæg skilaboð félagsmenn okkar senda inn í samfélagsástandið með þessum árangri. Ef einhver hélt að kórónaveirufaraldurinn og efnahagslægðin sem honum fylgir yrði átylla til að skerða kjör láglaunafólks og berja niður í þeim baráttuandann, þá hafa félagsmenn okkar hjá sveitarfélögunum sýnt að það er ansi stór misskilningur. Baráttan fyrir réttlátu samfélagi er lifandi og hefur aldrei skipt meira máli en einmitt núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við undirritun samningsins.