Neytendur Hver bensínlítri er sex krónum ódýrari hjá Costco, en hjá þeim sem er með næst lægsta verðið. Það er Dælan sem er hluti af N1.
Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Verð á eldsneyti hefur hækkað hjá Costco frá því það var ódýrast. Í Fréttablaðinu segir:
„N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco.“
Lægra verð á lítranum hefur því lækkað umstalsvert frá komu Costco.