Fréttir

Bára og óþekktu þingmennirnir

By Miðjan

January 05, 2019

„Kona sleppti æf­ingu sem hún var að eig­in sögn að fara á í Iðnó og sat í staðinn á fjórðu klukku­stund tak­andi upp með leynd fyllerísröfl í hinum enda öl­húss­ins. Sú var ekki upp­tek­in,“ segir Davíð í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

„Kon­an sagðist aðeins hafa þekkt einn af þess­um 6 í sjón en tók samt upp þeirra tal, því þeir höfðu svo hátt! Því verður að ætla að þarna hafi verið á ferðinni mik­ill áhugamaður um þjóðfé­lags­mál. Og fyr­ir út­sjón­ar­semi ör­lag­anna reynd­ust þess­ir 5 við borðið, sem hún þekkti ekki haus né sporð á, en hleraði samt, vera í hópi óþekktra þing­manna og jafn­framt í þessu til­viki í hópi óþekku þing­mann­anna. Því má ætla að upp­töku­stjór­inn þekki aðeins 10 þing­menn af 63 í sjón. Þó voru í þess­um hópi, fyr­ir utan þann sem hún kannaðist við, einn fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og svo þing­flokks­formaður sem hef­ur haft tölu­verða fyr­ir­ferð í fjöl­miðlum.

Al­menn­ing­ur hef­ur það sér til af­sök­un­ar að mik­il um­skipti hafa verið í þingsaln­um og flest­ir standa nú orðið stutt við þar, sem er eft­ir­tekt­ar­vert, ekki síst þar sem ýms­ir úti í bæ agn­ú­ist út í það hvað laun­in séu há.“