- Advertisement -

Bara hallelúja vel launaðra lobbýista

Gagnrýnisleysi og engar eftir á nastí spurningar eru aðalmerki fréttamanna RÚV.

Þröstur Ólafsson.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifaði:

Fjölmiðlar Í gær var birt ný verðbólguskráning. Frá því var sagt á RÚV eins og vera ber. Þegar leitað var svara við ástæðu hækkunar umfram væntingar var leita til talsmanns og aðallobbýista samtaka kaupmanna. Það var þá greiningaraðili sem RÚV þykir hæfa að leita svara hjá. Þetta er ekkert einsdæmi heldur fremur regla.

Gagnrýnisleysið er slíkt að fréttamenn taka ekki einu sinni fram að ekki sé um hlutlausan greinanda að ræða heldur talsmann gerenda. Lobbýistar og ítrustu hagsmunagæslumenn er gjarnan kallaðir til af fréttastofu RÚV þegar þar á bæ er grafist fyrir orsakir og afleiðingar. Gagnrýnisleysi og engar eftir á nastí spurningar eru aðalmerki fréttamanna RÚV.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bara vel hirtar puntudúkkur.

Hvernig á almenningur að veita viðnám eða upplýsast um umhverfi sitt ef hann finnur hvergi neitt hálmstrá til að grípa í. Bara halelúja vel launaðra lobbýista. Stundum læðist að mér sú tilfinning að innan fréttastofu RÚV sé meiri áhersla lögð á að fréttamenn séu jafnir til kynjanna en þar fara gagnrýnir aðgangsharðir spyrjendur sem hafa kynnt sér málavöxtu áður en hljóðneminn er rekinn upp að andliti lobbýistans.

Kannski fást engir slíkir lengur til fréttastofu RÚV, sem er síðasta vígi óháðrar fréttamennsku í landinu, þar ríki ekki sá starfsandi sem hvetur til gagnrýni á ládeyðuna eða dregur vakandi upplýst ungmenni að. Bara vel hirtar puntudúkkur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: