Ágúst Ólafur Ágústssin skrifaði:
Nú eru bara fjórir dagar síðan allir þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks beinlínis felldu (ýttu á nei hnappinn) tillögu okkar um aukna fjármuni til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Merkileg þessi nýju vinnubrögð sem VG boðaði…
Og nú tala ráðherrar eins og fjárlögin séu þeirra prívat vasi sem þeir getað úthlutað úr.
Annars vil ég vekja athygli á að í fjárlagafrumvarpinu sem var lagt fram fyrir einungis tveimur mánuðum var raunlækkun til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra (þrátt fyrir Panama-skjölin og önnur þung efnahagsbrot) milli ára.