- Advertisement -

Kafli þrjú af þremur: Bara ein fær leið

(Vegna jarðarfarar verður starf Miðjunnar með öðrum hætti í dag. Við munum birta úrval greina sem voru skrifaðar í tímaritið Mannlíf árið 2008, í aðdraganda hrunsins).

Af flestum viðmælendum Mannlífs er ljóst að það er bara ein leið fær til framtíðar. Evrópusambandið. Sumir hafa talað um að taka upp aðra mynt, þá helst evruna, án þess að ganga í Evrópusambandið.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var spurður hvort sú leið væri fær. „Ég segi bara það, að við verðum með einhverjum hætti að bregðast við og vinna á óstöðugleikanum. Ef við viljum verða hluti af myntbandalaginu verðum við að taka áfanga á þeirri leið, að evruvæða hagkerfið, því að annars uppfyllum við ekki Maastricht-skilyrðin. Við getum líka staðið frammi fyrir einhverskonar EES-kosti, það er að taka upp evruna að miklu leyti án þess að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki komin upp sú staða að það sé eining innan atvinnulífsins að vilja ganga í Evrópusambandið. Ég sé ekki að það sé kominn nægilega mikill vilji til þess, en flestum þykir nóg komið með krónuna.“

„Nei, það væri lítið vit í því. Það væri platlausn. Með því að taka upp evru, einhliða, í stað krónunnar, værum við að sækjast eftir stöðugleika. Til þess nægir ekki að breyta um nafn á gjaldmiðlinum. Menn verða að geta treyst því að stjórnvöld héldu fast við evruna þrátt fyrir ytri áföll eða sveiflur í efnahagsumhverfinu. Það traust myndi eftir sem áður skorta og þar með trúverðugleikann.“ Svona svaraði Jón Baldvin Hannibalsson sömu spurningu. Hann bendir á til samanburðar þegar Argentína tók upp dollarann sem gjaldmiðil. „Það var skelfilegt og endaði nánast í þjóðargjaldþroti. Þetta var gert með ráðum snillinganna í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilgangurinn var að ná niður verðbólgunni. En misvísunin á milli hins öfluga bandaríska hagkerfis og þess argentínska varð alltaf meiri og meiri. Spennan við að halda uppi hágengisgjaldmiðli eins og dollarinn þá var þýddi að Argentínumenn urðu ósamkeppnishæfir á alþjóðamörkuðum og áttu að lokum ekki fyrir skuldum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ekki hægt pólitískt. Evrópski Seðlabankinn hafnar því. Ef við hins vegar tökum upp annan gjaldmiðil en evru, til dæmis svissneska frankann, þá missum við einmitt af því sem er mikilvægast við að gerast aðilar að myntbandalaginu, sem er bakhjarlinn,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Er þá Evrópusambandið eina leiðin? / Útgerðin hefur verið síst líkleg til að samþykkja aðild eða aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hún hefur nokkuð sérstaka stöðu meðal atvinnulífsins. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna svarar.

„Nú, hvaða atvinnurekendur hafa sagst vilja að Ísland gengi í Evrópusambandið? Meirihluti aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins vill aðild. Aðild að ESB er engin allsherjarlausn á öllum okkar viðfangsefnum. Eftir hverju er verið að sækjast, burt séð frá þeirri stöðu sem fjármálakerfið er í í dag. Jú, það eru lágir vextir. Af hverju lækkum við ekki bara vextina? Við ráðum yfir vöxtunum. Ef við getum verið með lága vexti í Evrópusambandinu, getum við þá ekki gert það núna? Þá er svarið það að þensla muni aukast. Halda menn að Seðlabanki Evrópu taki tillit til þess?“

Meirihluti aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins vill aðild. Aðild að ESB er engin allsherjarlausn á öllum okkar viðfangsefnum. Eftir hverju er verið að sækjast, burt séð frá þeirri stöðu sem fjármálakerfið er í í dag. Jú, það eru lágir vextir. Af hverju lækkum við ekki bara vextina? Við ráðum yfir vöxtunum. Ef við getum verið með lága vexti í Evrópusambandinu, getum við þá ekki gert það núna? Þá er svarið það að þensla muni aukast. Halda menn að Seðlabanki Evrópu taki tillit til þess?“  Sjávarútvegsstefnan situr í útgerðinni.
Meirihluti aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins vill aðild. Aðild að ESB er engin allsherjarlausn á öllum okkar viðfangsefnum. Eftir hverju er verið að sækjast, burt séð frá þeirri stöðu sem fjármálakerfið er í í dag. Jú, það eru lágir vextir. Af hverju lækkum við ekki bara vextina? Við ráðum yfir vöxtunum. Ef við getum verið með lága vexti í Evrópusambandinu, getum við þá ekki gert það núna? Þá er svarið það að þensla muni aukast. Halda menn að Seðlabanki Evrópu taki tillit til þess?“
Sjávarútvegsstefnan situr í útgerðinni.

Sjávarútvegsstefnan situr í útgerðinni. Meira um það hér á eftir.

En nú er evran sterk og ef við værum með evruna væru útflutningsgreinarnar þá ekki í sama vanda og þær hafa verið í með sterka krónu?

„Nei. Gengi krónunnar sveiflast upp og niður, það gerir evran ekki. Værum við með evruna væri miklu meiri stöðugleiki gagnvart helstu viðskiptasvæðum okkar. Sveiflurnar milli atvinnugreina kæmu fram með öðrum hætti og án gengissveiflna,“ segir Vilhjálmur Egilsson.

„Nei, þær væru þá að flytja um sextíu prósent út í heimamynt, en þeir sem flytja út til Bandaríkjanna væru hins vegar í svipaðri stöðu og nú. Ef verið er að hugsa um aðra mynt, er mikilvægt að það sé mynt sem við eigum í miklum viðskiptum með,“ segir Edda Rós Karlsdóttur, forstöðukona greiningardeildar Landsbankans.

Það er evran?

„Hún er sá gjaldmiðill sem við eigum langt mest í viðskiptum við. Evran hlýtur að vera fyrsta val. Ég er stundum pirruð þegar sagt er að ekki sé tímabært að ræða evruna, ekki tímabært að gera þetta eða hitt. Það er tímabært að skoða þessi mál þannig að þegar við viljum taka ákvörðunina verðum við tilbúin til þess og undirbúningsvinnan verði þá að baki. Sú vinna gerir okkur gott, þótt niðurstaðan verði kannski nei.“

En erum við að tala um að krónan gagnist ekki. Að við verðum að kyngja því að íslenska krónan sé komin af fótum fram. Edda Rós byrjar að svara.

Krónan er komin á enda, ekki rétt?

„Við getum ekki notað krónuna erlendis. Ef gjaldeyrisvaraforðinn er aukinn og Seðlabankinn nær samningum við erlenda seðlabanka með alvörumynt á þetta að geta gengið.“

Heimavinnan er eftir / Ekki fer á milli mála að viðmælendurnir horfa til Evrópusambandsins. Sagt er að það sé ekki lausn á núverandi vanda meðan aðrir segja svo einmitt vera. Þó ekki væri nema að við settum okkur þau markmið að ætla að uppfylla skilyrðin að inngöngu í Evrópusambandið fengju aðrar þjóðir aukna trú á okkur, að við værum að vinna af alvöru.

Eitt af því er að laga efnahaginn heimafyrir. Við erum með hæstu vexti allra þjóða. Alltof háa vextir segja flestir.

„Við verðum að ná stöðugleika. Við verðum að ná niður verðbólgunni, lækka vextina, halda stöðugu gengi og ná jafnvægi í ríkisfjármálum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Hann segir meira. „Af hverju lækkum við ekki bara vextina? Við ráðum yfir vöxtunum. Ef við getum verið með lága vexti í Evrópusambandinu, getum við þá ekki gert það núna?“

Er þetta svona einfalt?

„Við getum lækkað vextina. Seðlabankinn hefur verið að hækka þá og hefur hækkað þá meira en eðlilegt er. Þessar hækkanir hafa verið misráðnar. Vaxtastigið er svo hátt að það er ótrúverðugt. Með þessu erum við komin út fyrir allan trúverðugleika. Ég held að meiri vaxtamunur en tvö til þrjú prósent milli Íslands og evrusvæðisins sé tilgangslaus,“ segir Vilhjálmur Egilsson.

„Hættan við tillögurnar um hraða lækkun vaxta er að horft er fram hjá mögulegum áhrifum á trúverðugleika Íslands til framtíðar og þeirrar efnahagsstefnu sem hefur verið rekin,“ segir Edda Rós.

„Mér finnst ekki hægt að fullyrða um það fyrr en við erum komin út úr þeim óróa sem við erum í. Meðan við ákveðum að gera ekkert annað verðum við að keyra núverandi peningamálamódel í botn. Það þýðir ekkert að fara af leið. Einhverjir hafa talað um að við hörfum frá verðbólgumarkmiðum, það gengur ekki. Við verðum að keyra þetta í botn til að ná tökum á ástandinu. Það er hægt að deila um hversu mikið vit var í því að hafa þessa háu vexti og keyra upp viðskipti með krónubréfin vegna vaxtamunarins. Það er vítahringur sem við komumst illa út úr. Nú eru hundruð milljarða á gjalddaga innan skamms og við erum að draga vaxtamuninn upp til að viðhalda þessum viðskiptum og fá kerfið til virka áfram. Gjaldeyrir streymdi inn svo að skuldir þjóðarbúsins jukust um tvö hundruð prósent frá 2004 og 2007. Við fórum inn í fyrirkomulag sem erfitt er að komast út úr. Það hefur komið fram að það er erfitt að viðhalda stöðugleika með stýrivaxtatækinu. Við búum við hæstu vexti í heimi, sem geta hugsanlega verið komnir niður í sjö prósent á næsta ári. Takist að koma jafnvægi á hlutina,“ segir Björgvin G. Sigurðsson.

Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið / Útvegsmenn hafa ekki viljað ganga í Evrópusambandið. Nú er fullyrt að hægt sé að klæðskera sjávarútvegsstefnuna að þörfum okkar Íslendinga.

„Ég gef ekkert fyrir þessar fullyrðingar. Vegna þess að sjávarútvegsstefna sambandsins er sameiginleg og er á forræði þess, ekki aðildarlandanna. Síðustu breytingar á reglum ESB gera það að verkum að þessi mál eru erfiðari en þau voru áður,“ segir Friðrik J. Arngrímson.

Útgerðin spilar vörn gagnvart samlegð við aðrar þjóðir eða sambönd?

„Erum við í vörn? Hvað vilja margir ganga í Evrópusambandið? Samfylkingin er búin að tala um Evrópusambandið frá því hún var stofnuð. Ég vil spyrja í Mannlífi: Hver er stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum gagnvart Evrópusambandinu? Því hefur flokkurinn ekki svarað og hefur haft til þess nærri tíu ár. Samfylkingin talar um að skilgreina samningsmarkmið eins og þau kalla það. Af hveru skilgreina þau þá ekki samningsmarkmiðin varðandi sjávarútveginn og segja okkur hver viljinn er. Mér finnst það heiðarleg og eðlileg spurning.“

Friðrik spyr um afstöðu Samfylkingarinnar. Því svarar varaformaður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður:

„Gengi krónunnar sveiflast upp og niður, það gerir evran ekki. Værum við með evruna væri miklu meiri stöðugleiki gagnvart helstu viðskiptasvæðum okkar. Sveiflurnar milli atvinnugreina kæmu fram með öðrum hætti og án gengissveiflna.“
„Gengi krónunnar sveiflast upp og niður, það gerir evran ekki. Værum við með evruna væri miklu meiri stöðugleiki gagnvart helstu viðskiptasvæðum okkar. Sveiflurnar milli atvinnugreina kæmu fram með öðrum hætti og án gengissveiflna.“

„Eitt af samningsmarkmiðunum er að við ráðum sem mest yfir auðlindinni eftir að við verðum komin í Evrópusambandið. Við megum ekki gleyma út á hvað sjávarútvegsstefna sambandsins gengur. Hún er okkur mjög hagstæð og við þurfum engar undanþágur. Það er frekar að Evrópusambandið þyrfti undanþágur gagnvart okkur. Breytingarnar yrðu fyrst og fremst formlegar, það er að ákvörðun um heildarkvóta yrði tekin í Brussel. Þar sem við erum eina þjóðin sem hefur hag af þeirri ákvörðun tel ég að það sé ekkert að óttast. Ég held að það sé tryggt að hlustað verði á okkar vísindamenn áður en ákvörðun verður tekin. Önnur meginbreytingin er sú að við verðum að heimila fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Mín skoðun er sú að það sé ekkert að óttast við það. Við erum alvöruþátttakendur í þessu og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa keypt þýsk og bresk fyrirtæki. Það er ekkert að óttast. Enginn eðlismunur er á erlendu lánsfé og erlendu hlutafé.“

Erum við ekki ein reyndasta og þróaðasta sjávarútvegsþjóðin, vigtar það ekki?

„Nei, það skiptir engu máli. Allar samningaviðræður um deilistofna og við þriðju ríki myndu fara til sambandsins. Þá misstum við forræði yfir norsk-íslensku síldinni, kolmunnanum, úhafskarfanum, makrílnum, loðnunni og meira að segja karfanum og grálúðunni. Þetta færi allt frá okkur þar sem þetta eru deilistofnar. Það er alveg ljóst að það sem hefur tryggt  stöðu okkar er að við höfum sjálf farið með forræðið,“ segir Friðrik.

„Það þarf að semja við Evrópusambandið um flökkustofnana. Það þurfum við að gera hvort sem við erum í Evrópusambandinu eða ekki. Þannig að ég sé engan eðlismun hvað þetta varðar. Aðalatriðið er að málflutningur okkar sé rökfastur og að það verði tekið fullt tillit til okkar staðbundnu stofna og hvað viðkemur flökkustofnunum þá verður að semja um þá eftir sem áður. Ég sé bara tækifæri í að vera innan Evrópusambandsins varðandi sjávarútveginn. Þar gætum við beitt okkur gegn ríkisstyrktum sjávarútvegi. Og með því að endurmóta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við eigum að fara í þetta samstarf full af sjálfstrausti og hafa áhrif,“ segir Ágúst Ólafur.

Lækkun eða hrun / Seðlabankinn gerir ráð fyrir að fasteignaverð hrynju um þriðjung. Viðmælendur Mannlífs eru ekki svo svartsýnir.

„Ég geri ráð fyrir verðfalli, en ekki hruni. Við höfum séð verð lækka í mörgum löndum og allt að tuttugu prósent á sumum svæðum í Bandaríkjunum. Það mun hægja á. Það er erfiðara að kaupa því verðið er hátt og það er erfiðari aðgangur að fjármagni. En ekki síður er ástandið viðkvæmt vegna þess að það er svo mikið framboð nýbygginga. Markaðurinn verður erfiður næsta árið en byrjar þá vonandi að taka við sér hægt og sígandi. Ég er alls ekki að gera ráð fyrir hruni en þetta hangir saman við hvað gerist í efnahagsmálum næstu vikurnar. Falli krónan enn frekar, koma stjórnvöld með trúverðugar aðgerðir til að tryggja laust fé í erlendum gjaldeyri. Ef það gerist held ég að við séum í ágætum málum. Hagvöxtur er að minnka og það er ekki endilega vont. Það hjálpar okkur að draga andann,“ segir Edda Rós Karlsdóttir.

„Fasteignarverð var orðið alltof hátt. Það var komið langt yfir byggingakostnað. Það stenst ekki til lengdar. Það besta sem gerist er að verðið nái stöðugleika. Verðið má ekki hækka, en það er ekki til góðs að það verði verðfall. Ef verðið lækkar, er óskastaðan sú að það gerist hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur Egilsson.

En óttastu miklar verðlækkanir eða verðfall fasteigna?

„Framhaldið ræðst meðal annars af því hvort bankarnir fá aðgang að peningum. Verktakarnir eru flestir sterkir og það er ekkert sem bendir til að hætta sé gjaldþrotahrinu þar. Hættan er sú að byggingarnar hafi verið fjármagnaðar á þessum okurvöxtum. Það er hættan, það er ef þeir sem eru veikastir paníkeri. Ef hægt er að fjármagna á eðlilegum kjörum þá er minna að óttast.“

Bankakreppa / Bankarnir eru í vanda. Þeim gengur illa að fjármagna sig og þótt eigið fé þeirra sé með ágætum tifar klukkan. Vandi þeirra er mikill, ekki síst þar sem gjaldeyrisforðinn er alltof lítill miðað við stærð bankanna. Þá er spurt hver sé staða ríkis og Seðlabanka gagnvart bönkunum?

„Það var ríkisábyrgð á bönkunum áður en þeir voru einkavæddir en hún var tekin úr lögum við einkavæðinguna. En sumt bendir til þess að bankarnir hafi eftir sem áður látið á sér skiljast að óbein ríkisábyrgð væri enn í gildi. Forsætisráðherra lýsti nýverið yfir á Alþingi að um slíka óbeina ríkisábyrgð væri að ræða. Það var eftirtektarverð yfirlýsing og breytti stöðunni. Yfirlýsingin var skilaboð til almennings um að við sem skattgreiðendur gætum átt á hættu að þurfa að borga brúsann ef illa færi og bankarnir þyrftu hjálp frá ríkinu. Seðlabankastjóri hefur síðar sagt að bönkunum beri skylda til að hjálpa sér sjálfir. Ríkisstjórnin sendir önnur skilaboð en Seðlabankinn, þeim ber ekki saman,“ segir Þorvaldur Gylfason.

„Ef bankarnir þurfa hjálp, líkt og gerðist á Norðurlöndunum fyrir tæpum tuttugu árum, þá er það verkefni handa ríkisstjórninni, handa fjármálaráðuneytinu sem leggur skatta á fólk eða aflar fjár í ríkissjóð með einhverjum öðrum hætti. Norrænir bankar voru þá sumir endurþjóðnýttir og síðan einkavæddir aftur upp á nýtt. Það sem Seðlabankinn getur gert hins vegar er að veita bönkunum lán vegna þess að hann er banki bankanna. Það væri þá bara lánafyrirgreiðsla eftir venjulegum farvegi. Seðlabankinn færi ekki í björgunarleiðangur fyrir bankana. Svona yrði verkaskiptingin milli ríkisvaldsins og Seðlabankans lendi viðskiptabankarnir í meiri vanda.“

Kann að fara svo að það verði að þjóðnýta bankana til að hjálpa þeim?

„Það yrði ekki hjálp í því. Ef við losnum ekki út úr þessu umsátri mun það gerast að bankarnir fara að selja eignir sínar og minnka sig niður, skipta sér upp þannig að hluti þeirra verði erlendur og bara hluti íslenskur banki. Þeir verða þá ekki íslenskir bankar. Fjárfestingahlutinn færi úr landi. Þetta getur gerst ef við losnum ekki frá umsátrinu og tekjur okkar af bönkunum hyrfu og störfin yrðu ekki hér á landi,“ svarar Vilhjálmur Egilsson.

En hversu langt má ganga til að hjálpa þeim?

„Það má ganga mjög langt.“

Þorvaldur Gylfason prófessor er þeirra skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Hann líkir því við inngönguna í NATO. Þar séu vinaþjóðir okkar og þar eigum við heima. Hann rifjar upp að það hafi verið rangt að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og að sama skapi sé það rangt að leyfa þjóðinni ekki nú að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið nú án frekari tafar myndi senda umheiminum skýr skilaboð um að íslensk stjórnvöld séu staðráðin í að uppfylla inngönguskilyrðin, ná verðbólgunni niður að settu marki og taka upp evruna í stað krónunnar til að forða þjóðinni frá frekari gjaldeyrishremmingum.
Þorvaldur Gylfason prófessor er þeirra skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Hann líkir því við inngönguna í NATO. Þar séu vinaþjóðir okkar og þar eigum við heima. Hann rifjar upp að það hafi verið rangt að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og að sama skapi sé það rangt að leyfa þjóðinni ekki nú að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið nú án frekari tafar myndi senda umheiminum skýr skilaboð um að íslensk stjórnvöld séu staðráðin í að uppfylla inngönguskilyrðin, ná verðbólgunni niður að settu marki og taka upp evruna í stað krónunnar til að forða þjóðinni frá frekari gjaldeyrishremmingum.

Er Evrópusambandið eina lausnin? / Þorvaldur Gylfason prófessor er þeirra skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Hann líkir því við inngönguna í NATO. Þar séu vinaþjóðir okkar og þar eigum við heima. Hann rifjar upp að það hafi verið rangt að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og að sama skapi sé það rangt að leyfa þjóðinni ekki nú að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið nú án frekari tafar myndi senda umheiminum skýr skilaboð um að íslensk stjórnvöld séu staðráðin í að uppfylla inngönguskilyrðin, ná verðbólgunni niður að settu marki og taka upp evruna í stað krónunnar til að forða þjóðinni frá frekari gjaldeyrishremmingum.

Hann er afdráttarlaus í skoðunum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Mannlífi: „Við getum ekki lengur búið við óbreytt ástand. Þess vegna væri skynsamlegt nú, einmitt við þessar aðstæður, að taka pólitíska ákvörðun um að stefna að ESB-aðild. Í því fælist mikilvægt aðhald að hagstjórninni. Allar aðgerðir héðan í frá yrðu við það miðaðar að fullnægja settum skilyrðum um inngöngu í ESB og í framhaldi af því aðild að myntsamstarfinu og upptöku evru. Jafnframt þarf að hefja undirbúning að nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni sem að óbreyttu heimilar ekki aðild Íslands að samþjóðlegu samstarfi sem felst í ESB-aðild. Menn eiga ekki að reyna að slá þessari lykilákvörðun á frest með þeim falsrökum að við séum að fást við skammtímavanda en ESB-aðild sé langtímamál sem leysi ekki vandann nú. Þetta eru falsrök vegna þess að þær umbætur sem við nú þurfum að gera á hagstjórninni eru nákvæmlega hinar sömu og þarf að gera til að uppfylla skilyrði aðildar. Pólitísk ákvörðun nú um ESB-aðild væri því stefnumarkandi til lengri tíma litið og gæfi stjórnvöldum það aðhald sem nauðsynlegt er til þess að aðgerðir til skamms tíma skili árangri til frambúðar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Íslendingar munu sækja um aðild að ESB þegar forystulið atvinnulífsins hefur endanlega gefist upp á sísífosarpuðinu með gjaldmiðil sem ekki er lengur gjaldgengur í viðskiptum, hvorki innanlands né erlendis. Og þegar þetta forystulið atvinnulífsins hefur gert forystumönnum Sjálfstæðisflokksins það ljóst að þeir komist ekki upp með það lengur að slá þessari óhjákvæmilegu pólitísku ákvörðun á frest. Tíminn leyfir það ekki mikið lengur. Að lokum þurfa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að ná samstöðu um þetta stóra mál. Þetta er reyndar eina málið sem er af þeirri stærðargráðu að það réttlæti tímabundið samstarf þessara flokka sem ella ættu að skiptast á um að veita ríkisstjórnum forstöðu í landinu.“

Edda Rós Karlsdóttir svaraði spurningunni um hvort við munum taka upp evru, með þessum hætti?

„Hún er sá gjaldmiðill sem við eigum lang mest í viðskiptum við. Evran hlýtur að vera fyrsta val. Ég er stundum pirruð þegar sagt er að ekki sé tímabært að ræða evruna, ekki tímabært að gera þetta eða hitt. Það er tímabært að skoða þessi mál þannig að þegar við viljum taka ákvörðunina verðum við tilbúin til þess og undirbúningsvinnan verði þá að baki. Sú vinna gerir okkur gott, þótt niðurstaðan verði kannski nei.“

En hvað segir Vilhjálmur Egilsson? „Ég held að enginn annar gjaldmiðill sé raunhæfur kostur. Það er hægt að segja að það hafi verið söguleg mistök að hætta með dönsku krónuna á sínum tíma.“

Stefnum við inn í Evrópusambandið?

„Ég er ekki viss um það. Mér finnst ekki kominn nægilega mikill stuðningur við það. Hvað varðar heimavinnuna er ég ekki viss um að við getum uppfyllt Maastricht-skilyrðin með krónunni. Ég sé ekki fram á að við getum gert það, ekki með þessum sveiflum á krónunni, en eitt af skilyrðunum er stöðugt gengi. Við erum með fljótandi gengi sem við getum ekki fest.“

En Edda Rós, hvað segir hún? „Mér finnst ástæða til að skoða það.“

„ESB-aðild er engin lausn á þeim erfiðleikum sem að okkur steðja. Við verðum að skapa stöðugleika og koma í veg fyrir það að sagan endurtaki sig og aftur skapist háskalega mikil þensla og verðbólguhætta sem kallar á hátt vaxtastig. Ný stóriðjuuppbygging má ekki setja allt á hvolf. Við verðum að slá á puttana á okkur sjálfum og draga saman seglin. Það er einmitt þetta sem Seðlabankinn er að gera með háum vöxtum en fær svo bara skömm í hattinn fyrir. Við verðum að hemja okkur og ná aftur jafnvægi og stöðugleika. Þá verður vaxtastig eðlilegt og gengi krónunnar í jafnvægi. EES-samningurinn er staðreynd sem við höfum lagað okkur rækilega að og tengsl okkar við ESB byggjast áfram á honum. En við þurfum vafalaust að fylgjast miklu betur með því sem er hverju sinni á seyði í Brussel. Allt tal um að EES-samningurinn sé orðinn úreltur er aðeins áróður. Vissulega var samningurinn ekki eins og best hefði verið ákosið og aðild EFTA-ríkjanna að útgáfu laga og reglugerða um innri markaðinn hefði þurft að vera á annan veg. En hins vegar sýnist mér að EES-samningurinn geti áfram nýst okkur á viðunandi hátt sem samskiptaform okkar við ESB,“ sagði Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra og alþingismaður.

Þorvaldur Gylfason rifjar upp að það hafi verið rangt að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og að sama skapi sé það rangt að leyfa þjóðinni ekki nú að kjósa um aðild að Evrópusambandinu.

 Höfundur: Sigurjón Magnús Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: