- Advertisement -

Bann við innflutningi á óþörfum varningi

Búnaðarbank­inn ein­beitti sér að því að brjóta sam­komu­lagið, til þess að eiga arðsöm viðskipti við þjón­ustu­grein­ar. Af­koma í land­búnaði var jafn öm­ur­leg þá og nú!

Vilhjálmur Bjarnason.

„Langt fram eft­ir síðustu öld var talað um hina þjóðlegu at­vinnu­vegi. Það var þjóðlegt að veiða og vinna fisk, og það var þjóðlegt að stunda mjólk­ur­fram­leiðslu og sauðfjár­rækt. Rík­is­stjórn­ir og Seðlabanki lögðu mikla áherslu á að fjár­magna rekst­ur þess­ara at­vinnu­greina með niður­greidd­um afurðalán­um, jafn­framt því sem Seðlabanki og viðskipta­bank­ar gerðu sam­komu­lag um að tak­marka út­lána­aukn­ingu til versl­un­ar og þjón­ustu. Tutt­ug­asta öld­in ein­kennd­ist af langri bar­áttu fyr­ir fríversl­un, af­námi tolla og hvers kyns hamla í ut­an­rík­is­viðskipt­um og frjálsu flæði fjár­magns. Það er þver­sögn tutt­ug­ustu ald­ar; þjóðleg­ir at­vinnu­veg­ir og frjáls versl­un,“ þetta er að finna í nýrri Moggagrein Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrum alþingismann Sjálfstæðisflokksins.

„Ráðamenn vildu hafa hem­il á ís­lensk­um þegn­um með lög­gjöf: „Lög um heim­ild fyr­ir land­stjórn­ina að tak­marka eða banna inn­flutn­ing á óþörf­um varn­ingi.“ Ráðherra er varð í tvígang vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins und­ir­ritaði „reglu­gjörð um bann gegn inn­flutn­ingi á óþörf­um varn­ingi“. All­ir bank­ar þótt­ust standa við það en Búnaðarbank­inn ein­beitti sér að því að brjóta sam­komu­lagið, til þess að eiga arðsöm viðskipti við þjón­ustu­grein­ar. Af­koma í land­búnaði var jafn öm­ur­leg þá og nú!“

*Ráðherrann er Gunnar Thoroddsen sem varð tvívegis varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fyrst 1961–1965 og síðan 1974–1981.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: