Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram spurningar til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um Bankasýsluna. Samkvæmt öllu á hún að vera hætt allri starfsemi, en svo er ekki. Lagaheimildir fyrir rekstrinum hafa runnið út á tíma.
Inga spyr meðal annars: „Telur ráðherra það samræmast grundvallarreglum stjórnsýsluréttar og lögum um ráðherraábyrgð, að starfrækja áfram stofnun sem löggjafinn hefur gert ráð fyrir að lögð hafi verið niður? Telur ráðherra að leita þurfi heimildar hjá Alþingi fyrir áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar?“
Inga vill einnig fá að vita hvaða lagaheimildir séu til grundvallar því að ráðstafa peningum til reksturs stofnunarinnar, sem á ekki að vera til.
Og þá er það aðal spurning Ingu til Bjarna: „Hvers vegna hefur ráðherra ekki lagt fram frumvarp um að leggja niður Bankasýsluna.“ Bjarni þarf að svara skriflega.