- Advertisement -

Bankastjórnendur á villigötum

Tvö­falda laun banka­stjór­ans og byggja mont­hús fyr­ir 9 millj­arða.



„Lands­bank­inn hf sem er að rúm­lega 98% hluta í eigu þjóðar­inn­ar á sér aðeins um tíu ára sögu en óhætt er að segja að hún sé þyrn­um stráð. Á þessu tíma­bili hef­ur bank­an­um verið stjórnað af hópi fólks sem virðist ekki hafa gert sér grein fyr­ir að það er með þjóðar­eign í hönd­un­um en ekki dæmi­gert fyr­ir­tæki.“

Þannig skrifar Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í Moggann í dag.

Þingmaðurinn er gagnrýninn:

„Árið 2016 fengu stjórn­end­ur Lands­bank­ans harða gagn­rýni í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar sem finna má á net­inu. Í skýrsl­unni er sala bank­ans á fyr­ir­tækj­un­um Vestia, Icelandic Group, Promens, Borg­un og fleiri fyr­ir­tækj­um harðlega gagn­rýnd en geta má þess að rit­ari þessa pist­ils gagn­rýndi sölu Borg­un­ar og hvernig hún fór fram harðlega frá fyrsta degi. Í kjöl­far skýrsl­unn­ar sögðu stjórn og banka­stjóri Lands­bank­ans af sér.“

Árið 2015 viðruðu stjórn­end­ur bank­ans hug­mynd­ir að bygg­ingu nýrra höfuðstöðva á dýr­ustu lóð lands­ins en frestuðu fram­kvæmd­um vegna harðrar og al­mennr­ar and­stöðu í þjóðfé­lag­inu. Eft­ir þessa at­b­urði tók við ný stjórn og nýr banka­stjóri sem voru furðufljót að til­einka sér sömu siði og hóp­ur­inn sem sagt hafði af sér. Skömmu eft­ir að ný stjórn og banka­stjóri tóku við var ákvörðun um kjör banka­stjór­ans tek­in frá kjararáði.

„Stjórn Lands­bank­ans hafði lengi verið und­ir þrýst­ingi að hækka laun banka­stjóra bank­ans til jafns við banka­stjóra einka­reknu bank­anna,“ skrifar Þorsteinn.

„Í fram­hald­inu varð síðan sú þróun sem op­in­ber­ast hef­ur ný­lega nefni­lega að laun Lands­banka­stjór­ans hafa nær tvö­fald­ast á undra­skömm­um tíma en hinn rík­is­banka­stjór­inn hef­ur lækkað laun sín ögn með sýnd­ar­gjörð. Auk þess hafa Lands­banka­stjórn­end­ur dregið fram áformin um að byggja nýj­ar höfuðstöðvar sem hýsa eiga m.a. bakvinnslu og hag­deild bank­ans á dýr­ustu lóð lands­ins. Starf­sem­in sem þar er fyr­ir­huguð gæti sem best farið fram í lands­byggðunum eða í aust­ur­hverf­um höfuðborg­ar­svæðis­ins. Lands­banka­menn sitja fast­ir við sinn keip og hlusta ekki á eig­end­ur bank­ans, þjóðina, né held­ur kjörna full­trúa henn­ar.“

„Eins og það sem hér er að fram­an talið sé ekki nóg, þ.e. að tvö­falda laun banka­stjór­ans og byggja mont­hús fyr­ir 9 millj­arða, stend­ur Lands­bank­inn nú í mála­ferl­um við Líf­eyr­is­sjóð banka­manna sem stefnt hef­ur bank­an­um vegna ósann­girni í garð fyrr­ver­andi starfs­manna rík­is­rekna Lands­bank­ans hins fyrri og ætlað brot á samn­ingi um líf­eyr­is­rétt­indi þeirra. Þeir sem Lands­bank­inn beit­ir þar órétti eru flest­ir starfs­menn sem áður voru and­lit bank­ans, þjón­ustu­full­trú­ar, gjald­ker­ar og aðrir starfs­menn að mikl­um meiri­hluta kon­ur. Stjórn­end­ur Lands­bank­ans hafa brugðist trausti og þurfa að axla ábyrgð með því að láta af störf­um nú þegar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: