Stjórnmál
„Af hverju er þessum bankastjóra með derring gagnvart ríkisstjórninni ekki falið að leita sér starfa annars staðar?“
Þetta er bein tilvitnun í leiðara Moggans í dag:
„Nýjasta dæmið um stjórnleysið og reiðarekið er í Landsbankanum, þar sem stjórnendur fóru fram með offorsi gegn eigendastefnu og samningi við eigendur. Bankastjórinn segir að ríkisstjórninni og almenningi komi málið ekki við. Bankinn sé ekki ríkisbanki heldur sé hann banki að verulegu leyti í eigu ríkisins. Af hverju leyfist þessu fólki að standa uppi í hárinu á fulltrúum fólksins í landinu? Það fólk hefur aldrei heyrt þennan bankastjóra nefndan. Af hverju er þessum bankastjóra með derring gagnvart ríkisstjórninni ekki falið að leita sér starfa annars staðar? Það getur ekki verið vandamálið og eflaust slegist um svona opinberan starfsmann.“
Það er ekkert annað. Miklu munar þegar Mogginn vill að bankastjóri Landsbankans verði rekinn úr starfi.
„Þeir sem mesta ábyrgð hafa borið í ríkisstjórn hafa iðulega farið á bak við kjósendur og raunar allan almenning í landinu.
Það er lítið lýðræði í því, en ekki bætir úr skák sú ásýnd stjórnleysis eða jafnvel hreint stjórnleysi, sem hlýst af því þegar látið er reka á reiðanum af ótta við átök innan ríkisstjórnar og treyst á að „kerfið“ leysi vandann einhvern veginn,“ segir einnig í leiðaranum.