- Advertisement -

Bankastjórarnir eru á tvöföldum launum

Helgi Laxdal skrifar:

„Ég trúi því ekki að allir gáfumennirnir sem veita okkur hinum hollráð trúi því að misskipting af þessu tagi geti ekki gengið í siðuðu samfélagi sem kennir sig við jöfnuð.“

Helgi Laxdal skrifar:

„Hvað sem kemur út úr kjarabaráttu Eflingar þá hefur hún kennt okkur að lífið hjá okkur snýst ekki bara um heilbrigðiskerfið og fjölbreytt nám á Háskólastigi en m.v. fréttir undangenginna margra ár gæti maður talið að svo sé a.m.k. þegar kemur að rekstri Landsspítalans og heilsugæslunni í heild sinni. Verkfall Eflingar hefur kennt okkur að það þarf að sinna fleiri störfum en á þeim vettvangi og það sem athyglisverðast er, er að samfélagið er við það að fara á hliðina eftir fárra daga verkfall þessa lítt menntaða láglaunahóps sem margir hverjir með allar gráðurnar líta niður til þó þeir hinir sömu geti sleppt því að mæta í vinnuna svo dögum skiptir án þess að nokkur merki það né að það sé merkjanlegt á starfsemi við komandi kompanís. Sá í fréttum fyrir skemmstu að forstjóri gamla símans, sem trúlega er nú kominn með nýtt og öflugra hlutverk, hefði á mánuði í tæpar tíu milljónir eða sem nálgast tvenn árslaun þeirra sem búa um rúmin og þrífa á hótelunum og gera það mögulegt að við getum þénað peninga á öllum ferðamönnunum sem heimsækja landið.

Sömuleiðis voru laun bankastjóranna okkar í fréttum sem voru með góðar sjö milljónir á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir skemmstu voru borin saman laun bankastjóra í Noregi og hjá okkur, við vorum verulega hærri eða um tvöfalt. Ég trúi því ekki að allir gáfumennirnir sem veita okkur hinum hollráð trúi því að misskipting af þessu tagi geti ekki gengið í siðuðu samfélagi sem kennir sig við jöfnuð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: