Bankasölumálið: „Selja, selja, selja“
„Það er ekkert að rekstri bankanna. Ég ætla að benda á að bankarnir hafa aldrei skilað annarri eins arðsemi og öðrum eins gróða síðan fyrir efnahagshrun og á þriðja ársfjórðungi 2020. Við erum ekki enn þá búin að sjá uppgjör fjórða ársfjórðungs en ég bíð spennt eftir því. Ég bíð mjög spennt eftir því. Mér finnst í rauninni óábyrgt að kalla hér alltaf hreint: Selja, selja, selja,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í umræðunni um bankasölumálið.
„Það er með hreinum ólíkindum að við skulum ekki fá lengri tíma til að ræða þessi mál. Það er alveg sama hvað við segjum í stjórnarandstöðunni, það er nákvæmlega sama hvaða rök liggja hér á borðinu, við sjáum að öll rök sem liggja hér á borðinu eru hlaðin rökleysu. En það skiptir engu máli, virðulegi forseti, af því að þetta verður selt hvort sem er á. Þeir eiga þetta og þeir mega þetta. Þeir eru í meiri hluta og það er lýðræðið. Það á bara að selja þetta hvað sem tautar og raular, hvort sem það er traust og trúverðugleiki á bak við. Nei, það á bara að taka sénsinn. Það er líka frábært, virðulegi forseti, að það skuli vera gert núna rétt fyrir kosningar, korteri í kosningar.“